Sérkennileg leynd yfir fundum utanríkismálanefndar
18.4.2012 | 02:08
Það virðist vera orðin regla að fundir utanríkismálanefndar séu lokaðir, að fulltrúar á þeim fundum séu bundnir trúnaði. Hvers vegna er illskiljanlegt. Auðvitað geta verið einstök mál sem tekin eru fyrir í nefndinni sem trúnaður þarf að ríkja um af öryggisástæðum og þá á að hafa trúnað um þau einstöku mál, ekki fundina í heild. Samskipti okkar við ESB geta varla talist hættuleg öryggi þjóðarinnar. Ef svo er, er spurning hvort sú vegferð er ekki komin á frekari villigötur en áður var talið.
Þó er enn sérkennilegra við þessa leynd sem yfir fundunum ríkir, að fréttastof RUV skuli fá fréttir af því sem þarna fer fram og spurning hvaðan hún fær sínar heimildir. Á meðan verða fulltrúar í nefndinni að halda sér saman, geta ekki staðfest fréttina og mega ekki einu sinni nefna hvað þarna fór fram inn á Alþingi!
Leynd skapar af sér tortryggni. Ef það er eitthvað sem aðildarsinnar ættu að forðast núna er það tortryggni, nema auðvitað að þeir skammist sín fyrir verk sín eða hafi eitthvað að fela!
Sérkennilegur fundur um samskipti við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Gunnar.
Ekki spurning það er maðkur í mysunni hjá Samfylkingu og VG.
Jóhanna (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.