Vanhæf og rúin trausti, bæði innan og utan þings!!
17.4.2012 | 21:17
Hvert stórmálið af öðru sem ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi, nýtur ekki stuðnings þingmanna stjórnarflokkanna. Hver ástæða þessa er, er ekki vandi að átta sig á. Flumbruskapur, offors og óvönduð vinnubrögð valda þessu. Það er ætt áfram í krafti frekjunnar, en algerleg látið vera að skoða afleiðingar gerðanna.
Fiskveiðifrumvarpið er þessu marki brent, einnig stjórnarráðsbreytingin, stjórnarskrárbreytingin, rammaátlun um orkunýtingu að ekki sé minnst ESB aðlögunarferlið. Ýmislegt fleira mætti telja. Allt er þetta gæluverkefni stjórnarherrana og sumt af þessu þarf vissulega skoðunar við, en stjórnvöldum hefur tekist að búa svo um að algerlega er orðið útilokað að eiga við þessi mál svo sátt verði um. Það er eins og það sé markmið núverandi stjórnarhafa að mynda í landinu sem mesta úlfúð, að það sé beinlínis markmið að sundra þjóðinni sem mest!
Stjórnarherrum tókst að rústa allri sátt um fiskveiðifrumvarpið. Sátt sem náðst hafði milli hagsmunaaðila í því máli var kastað á glæ og fram fært frumvarp sem algerlega er út úr kú og allir, sama hvar þeir standa, mótmæla nú harðlega. Ekkert hefur var skoðað af viti hver áhrif þessi breyting hefði, hvorki á fyrirtækin sem bera björg í bú, né á þann fjölda sem hefur lífviðurværi sitt af þessum geira í landi. Þá hefur ekkert verið skoðað hver áhrif frumvarpsins hafa á þjóðarbúið, einungis horft með glýju í augum á eitthvað glópagull sem þó mun aldrei skila sér. Það var þó vissulega þörf á breytingum á ýmsum þáttum í stjórn fiskveiða, en stjórnvöldum hefur nú tekist að ganga endanlega frá því máli. Sátt um breytingar er ekki og verður ekki í sjónmáli um þetta málefni, ekki meðan þessi stjórn ríkir og sennilega heldur ekki að henni fallinni. Svo herfilega hefur tekist til!
Stjórnarráðsbreytingin er eitt alsherjar rugl. Engin rök hafa verið færð fyrir bótum af hennar hálfu, engir útreikningar um hagkvæmni þess og yfirleitt ekkert sem segir að þörf sé á þessari breytingu. Þó er ljóst að hún fellur vel að hugmyndum ESB. Það má vera að eitthvað mætti breyta í stjórnskipuninni, en að færa saman í eitt ráðuneyti málefni sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar er eins fáráðnlegt og hugsast getur. Það eina sem sameinar þessa málaflokka er að allir stuðla að atvinnu, en þar með er það upp talið. Hagsmunir þessa þriggja meginstofna þjóðfélagsins eru svo miklir hjá hverjum og einum að fyllilega er réttlætanlegt að hver hafi sinn ráðherra. Þá eru, eins og áður segir, engin hagsmunatengsl milli þeirra, þvert á móti. Hvað liggur að baki þessum sofforsa stjórnarherrana í þessu máli er erfitt að sjá, nema ef um skipun frá Brussel er að ræða.
Stjórnarskrárbreytingin er eitt alsherjar rugl. Hvernig staðið hefur verið að því máli er til háborinnar skammar á allan hátt. Það má vel vera að tilefni sé til að skýra ýmsar greinar núgildandi stjórnarskrár, en sá skrípaleikur sem stjórnvöldum tókst að mynda um þetta mál er þjóðinni til skammar. Þegar ólöglega kosningin til stjórnlagaþings hafði farið fram, átti samstundis að draga í land. Þjóðin sýndi þar í verki að þessa leið vildi hún ekki fara. Ekki hefur verið sýnt fram á að stjórnarskráin sem slík hafi átt þátt í falli bankanna og því ekki sýnt fram á þörf á að fara í svo dramatíska aðgerð sem farin var. Hitt er öllum ljóst að ekki verður skrifað undir samning við ESB nema stjórnarskránni verði breytt og því ekki hægt að leggja slíkan samning fyrir þjóðina án slíkrar breytingar. Aftur komum við að ESB, aftur virðist kvötum stjórnarherrana vera stýrt frá Brussel!
Rammaáætlun um orkunýtingu hefur stjórnvöldum einnig tekist að rústa. Þar er algerlega gengið framhjá þeirri sátt sem byggð hafði verið um málið. Rétttrúnaður eins ráðherra í pólitík er þar látin ráða för og fráleitt að sátt náist um það.
ESB aðlögunarferlið er ein stór sorgarsaga. Ekki ætla ég að skrifa mikið um það hérna, en bendi á að þetta mál klauf ríkisstjórnina strax á upphafsdegi hennar og gerði hana um leið óstarfhæfa. Þetta mál hefur einnig klofið þjóðina í tvær misstórar fylkingar, þar sem stærri hlutinn er á móti þessari vegferð stjórnvalda. Framkoma ESB gagnvart okkur er svo alveg sérstakt mál og sú framkoma ekki í samræmi við að um samningaviðræður sé að ræða. Innan ESB ríkir það sjónarmið að hinur stóru ráði og hinir smáu hlýði. Þetta sjónarmið þeirra er allt frá upphafi viðræðna og áfram eftir að þjóðir gangast undir ok þeirra!
Ríkisstjórn sem hefur einungis fjórðung þjóðarinnar að baki sér, hefur ekki meirihluta fyrir sínum stæðstu málum á Alþingi og hefur lagt sig fram um að mynda sem mest óeiningu og úlfúð meðal þjóðarinnar, á að segja af sér strax!!
Hún er vanhæf og rúin trausti, bæði innan og utan þingsals!!
Staða sjávarútvegs og landbúnaðar veikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er ein góð ástæða til að sameina ráðuneytin...!
Hvað með þá staðreynd að áhrif Bændahallarinnar og LÍÚ á stjórnarráðið, og almenna stjórnsýslu, minnka við stofnun á einu Atvinnuvegaráðuneyti... Þar sem hægt verður að nota það starfsfólk sem var í öðrum ráðuneytum í þau störf sem t.d Bændahöllin var með á sinni könnu... Og einokaði...?
Sævar Óli Helgason, 17.4.2012 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.