Fáviskan í hámarki!!
17.4.2012 | 06:06
Lilja Rafney segir eðlilegt að Vestfirðingar borgi skatta til þjóðfélagsins, ef þeir vildu fá göng og vegi!
VG getur varla búist við mörgum atkvæðum að vestan, eða bara af landsbyggðinni í heild, ef hún biðst ekki afsökunar á þessari fáfræði sinni. Það er landsbyggðin og ekki síst Vestfirðir, sem skapa verðmætin í þjóðfélaginu. Þaðan koma peningarnir sem halda uppi latte lepjandi Reykvíkingum, þaðan koma peningarnir sm halda uppi ríkissjóð! Vestfirðingar borga sína skatta eins og aðrir landsmenn, en hin raunverulega verðmætasköpun verður nánast öll til utan Reykjavíkur!
Það yrði lítið úr Reykjavík og afætum þjóðfélagsins sem þar býr, ef landsbyggðin segði sig úr sambandi við það. Ef landsbyggðin ákvæði að stofna eigið lýðveldi án Reykjavíkur og þorpanna umhverfis hana!
Svei þessu fólki, svei þeim sem ekki skilur á hverju land og þjóð lifir!!
Allt á suðupunkti á fundi VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki bara ágætt að þetta lið grafi sína pólitísku gröf sem dýpsta svo við verðum laus við þau af þingi?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 08:14
Takk fyrir góðan pistil Gunnar.
Kristján, það er ekki málið, það á ekki að bíða eftir kosningum þegar eigin þingmenn tala svona.
Það þarf að hreinsa út, strax.
Annars kæfir ýldan allt mannlíf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 09:35
Heyr Heyr!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 10:33
Síðan þurfa þeir sem að skapa mestu arðsemina að koma skríðandi og byðja um ölmusu úr Jöfnunarsjóði.
Það getur greinlega ekki verið í lagi með Lilju Rafney, en því færri atkvæði sem að VG fá af landsbyggðini, því betra.
Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 12:03
Þessi Jakop Valgeir flosason.. er hann en ekki einn af hrunameisturunum ? var með einhverjar kapitalistaæfingar með hlutabréf og lán í einkavinabönkunum árið 2007 :)
Ég sem gamall vestfirðingur vill fá að vita hvað vestfirðingar skila af skatttekjum per haus til þjóðfélagsins versus lattelepjandilufsurnar í 101 rvk.. ég er hræddur um að vestfirðingar komi ekkert alltof vel út úr þeim samanburði.. og pottþétt ekki eins vel og þeir sjálfir halda.
Óskar Þorkelsson, 17.4.2012 kl. 12:14
Sem gamall Vestfirðingur og þá væntanlega lattelepjandi Reykvíkingur nú, ættir þú að vita, Óskar, að tekjur ríkisins koma af fleiru en tekjuskatti einstaklinga.
Þú ættir einnig að vita að þjóðin þarf gjaldeyri til að lifa og hvaðan kemur megnið af þeim gjaldeyri? Ekki af sölu á lattekaffi í Reykjavík, svo mikið er víst!
Gunnar Heiðarsson, 17.4.2012 kl. 14:42
Gunnar, ekki vera leiðinlegur, það tuttlast nú smá gjaldeyrisklink af túristunum í RVK.
Óskar hlítur að skilja að þjóðin lifir á því sem við getum selt fyrir gjaldeyri, vörur og þjónustu. Megnið af gjaldeyrisinnkomunni kemur af landinu utan Reykjavíkur, en megninu af gjaldeyrinum er eytt í Reykjavík
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.4.2012 kl. 15:44
Sem svar við athugasemd Óskars Þorkelssonar:
Árið 2009 voru útflutningstekjur þjóðarinnar um 497 milljarðar króna, 332 milljarðar urðu til á landsbyggðinni en 161 milljarðar í höfuðborginni.
Það gerir 2,6 milljónir á hvern íbúa á landsbyggðinni og 810 þúsund á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Ég get því miður ekki tekið hlut Vestfirðinga út úr þessu sérstaklega, hef ekki tölur um slíkt handbærar.
P.S. Ég held að það sé varla til neitt sem heitir "gamall Vestfirðingur". Annað hvort er maður Vestfirðingur eða ekki. Hvar maður býr, það er svo annað mál......
Þórunn (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 16:48
Sammála þér Þórunn með að vestfirðingur er vestfirðingur alltaf. Ég man að það var einhverntíman reiknað út að landsbyggðin borgar meira til ríkisins en höfuðborgarsvæðið en fær miklu minna í sinn hlut á útdeilingu. Enda verður lítið til af engu. Þjónusta og verslun þrífast ekki nema einhverjir vinni til að kaupa slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 17:07
Athyglisvert er að sjá að greinarhöfundur getur ekki svarað spurningu minni :)
varðandi útflutningstekjurnar góðu af útvegsfyrirtækjum.. þá væri fróðlegt að sjá hversu mikið af þessum gríðarlega gróða þeirra verður eftir í héraði og hversu stór hluti gróðans er fluttur úr landi í bankaskjól..
getið þið landsbyggðahrokagikkirnir og hákarlsétandi afæturnar svarað þessu ?
Óskar Þorkelsson, 17.4.2012 kl. 17:17
Já ertu að segja að stórfyrirtæki fyrir sunnan á borð við Aktavís, Bónus og fleiri slík séu englar með vængi þegar kemur að því að fitna á útlenskum peningum? Ja hérna hér. Þarna reynir hver að ota sínum tota eins og hægt er. En það er vegna þess að fyrirtæki eru þrautpínd af þessari ríkisstjórn. Að þau grípa til þessara ráða, sem svo sem eru ekki til fyrirmyndar.
Hins vegar get ég sagt þér að gróði þeirra verður ekki eftir í héraði og hefur ekki gert lengi, því allt fé er sent suður í höfuðbankana, og deilt þaðan og drottnað. Þannig að það voru hér sparisjóðir sem reyndu að halda fjármagninu eftir í héraði, en fótunum var kippt undan þeim með sameiningu við stærri sparisjóði sem sólunduðu svo því fé sem þeim var treyst fyrir. Má nokkuð setja Sparisjóður Keflavíkur í því sambandi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 17:31
Ásthildur, þetta var ekki issuið hér :) Þetta hér er issuið ;)
" Það er landsbyggðin og ekki síst Vestfirðir, sem skapa verðmætin í þjóðfélaginu. Þaðan koma peningarnir sem halda uppi latte lepjandi Reykvíkingum, þaðan koma peningarnir sm halda uppi ríkissjóð! Vestfirðingar borga sína skatta eins og aðrir landsmenn, en hin raunverulega verðmætasköpun verður nánast öll til utan Reykjavíkur!"
Óskar Þorkelsson, 17.4.2012 kl. 17:35
Ó, ég vissi ekki að ég væri lattelepjandi afæta. Kannski er veruleikafirring mín algjör þar sem ég á mínum ofurkennaralaunum hef það svo djöfulli gott hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Helga Thorsteinsdottir (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 17:59
Já ég er að segja það að landsbyggðin skapar mestu verðmætin, en nýtur þess ekki, vegna þess að allt fjármagn er sogað suður og útbýtt þaðan aftur til landsbyggðarinnar. Þetta er eða alla vega var staðreyndin áður en landsbyggðin var tekinn í gíslíngu L.Í.Ú og ríkisstjorna fyrr og nú.
Helga mín það er gott að þú hefur það djöfulli gott, þannig á það líka að vera. En við þurfum bara að skilja hvaðan skiptimyntin kemur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 18:14
er það ekki bara vegna lúsarlaunanna sem þessar útgerðarhetjur ykkar borga í laun Asthildur ?
Óskar Þorkelsson, 17.4.2012 kl. 18:36
Hvað ertu að tala um Óskar? Ég er ekkert að verja útgerðarmenn. Issuið hér var landsbyggðin versus 101 Reykjavík lattedrekkandi fólk. Það eru nefnilega fleiri fyrirtæki en útgerðir úti á landi sem standa sig vel, hér er til dæmis 3X stál, hér var Pólstækni áður en Marel náði því fyrirtæki undir sig og því sem þeir feðgar höfðu unnið að og fundið upp. Það er þörungaverksmiðja á Reykólum, og margt fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Hér er líka ferðamanna þjónusta sem kallast strandveiðar, þar sem ríkum þjóðverðum og öðrum slíkum gefst tækifæri til að koma hér dvelja í viku og veiða gegn því að aflanum sé landað í fiskvinnslu og þeir mega svo halda eftir 20 kg. af fiski sem þeir fara með sér heim. Hér koma fleiri flugvélar á dag alla þriðjudaga á sumrin fullar af slíkum ferðamönnum.
Stórútgerðirnar aftur á móti hafa reynst okkur hættulegar því óprúttnir menn sem hafa fengið kvóta á silfurfati geta hvenær sem er selt hann út úr bæjarfélögum grætt sjálfir og skilið byggðirnar eftir í reiðuleysi, annað eins hefur nú gerst oft og mörgum sinnum.
Málið er að gjaldeyrinn verður til þar sem er alvöru framleiðsla en ekki í mollum og kaffihúsum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 20:15
Þetta er fíflaleg umræða. Stóryrði bæta ekki innihaldið og Ásthildur, það eru nú til dæmi um að gjaldeyrir hafi orðið til á kaffihúsum. Þegar umræðan var um álverskosninguna í Hafnarfirði stóð einn ræðumaður upp og sagði að hugmyndin að fyrirtæki hans, sem var þá orðið mjög velmegandi fyrirtæki, hafi orðið til á kaffihúsi.
Fyrir utan að vinsæl kaffihús geta laðað til sín ferðamenn (eins og áður hefur verið bent á) og menn geta jafnvel flutt út sína framleiðsluvöru úr kaffiafurðum. Er ekki Kaffitár ágætis fyrirtæki?
Theódór Norðkvist, 18.4.2012 kl. 01:48
Kaffitár er er gott fyrirtæki, en ég vissi ekki að það aflaði stórfelldum gjaldeyri fyrir þjóðina. Þar að auki var það fyrirtæki með sína starfstöð á landsbyggðinni, síðast þegar ég vissi.
Staðreyndin er einföld Theódór, rúmlega tveir þriðju hlutar gjaldeyistekna Íslands verða til utan höfuðborgarsvæðisins. Þessar upplýsingar getur þú fengið hjá Hagstofunni.
Það er einnig staðreynd að landsbyggðin fær ekki notið þessara tekna nema að litlu leyti, að stór hluti þeirra verður eftir í Reykjavík.
Það er hægt að rífast um pólitík en um gallharðar staðreyndir verður ekki rifist. Þeir sem það reyna hafa ekki það vit í kollinum til að skilja pólitík frá staðreyndum!
Gunnar Heiðarsson, 18.4.2012 kl. 02:18
Gunnar, ég sagði hvergi að Kaffitár aflaði stórfellds gjaldeyris, tók þetta fyrirtæki bara sem dæmi um að það getur verið til atvinnusköpun í kringum kaffidrykkju.
Auk þess, jafnvel þó höfuðstöðvarnar séu úti á landi, er eflaust stærsti markaður fyrirtækisins höfuðborgarsvæðið. Þar eru flestir íbúarnir og hvað ætli lattelepjandi aumingjarnir haldi uppi mörgum störfum? Hjá Kaffitári, jafnt sem þjónustuaðilum.
Theódór Norðkvist, 18.4.2012 kl. 02:36
Þú skilur greinilega ekki hvað ég var að skrifa um í mínu bloggi Theódór, en það er þinn vandi.
Gunnar Heiðarsson, 18.4.2012 kl. 03:50
Theodór er liklega ekkert einn um að skilja ekki skrif þín Gunnar Heiðarsson miðað við FB færslur um þessa færslu þína og ég hef grun um þú vitir ekki heldur um hvað hún fjallar í raun því eitthvað áttu erfitt með að svara spurningum um hana ;)
ÉG spurði hverjar væru skatttekjur af vestfirðingum.. ekki hverjar væru útflutningstekjurnar þaðan.. því að þessi færsla er skrifuð í svari við ummæli VG dömunar sem ræddi einmitt um skatta en ekki útflutningstekjur. Ég vildi síðan bera þær saman við skattekjur af fólki sem býr í lattlepjandulufsuhverfinu 101 Reykjavík.
Þetta einfalda atriði virðist þú ekki skilja sjálfur Gunnar. En gætiru útskýrt þetta ?
Óskar Þorkelsson, 18.4.2012 kl. 08:53
Veit ekki betur en að verið sé að byggja göng út um allar tryssur á landsbyggðini, jafnvel fyrir nokkur hundruð hræður, einnig finst mér merkilegt þegar landsbyggðarfólk vill meina að það eigi fiskinn í sjónum og það sem af honum kemur. einnig ættu menn að stíga varlega til jarðar með að kalla Akureyri dreifbýli og jafnvel Ýsafjörð og Vestmannaeyjar. sé ekki hvernig byggð með 4000 manns eða meira geti kallast dreyfbýli.
PS. við höfum ekki efni á latte lengur mjólkin er orðin of dýr útaf einokun bænda á landsbyggðinni.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 10:12
Af hverju heldur landsbyggðarfólk að útflutningstekjur séu sömu tekjur og renna í Ríksikassann ??. Þetta eru jú tekjur fyrirtækja á landsbyggðinni ekki ríkisins. Þetta eru einnig mest allt tekjur af sameign þjóðarinnar sem er fiskurinn, það vill svo til að við eigum öll fiskinn ekki bara landsbyggðin, spurning hvað yrði mikið eftir af þessum blessaða fiski á nadsbyggðinni ef kvótanum yrði dreyft jafnt á þegna þjóðarinnar
sigurður (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 10:19
http://smugan.is/2012/04/hvad-verdur-nu-um-jakob-valgeir-og-bornin/
Í Bolungarvík búa rúmlega 900 manns. Ef við gefum okkur að félög tengd Jakobi Valgeiri hafi fengið afskrifaða 30 milljarða eins og hér kemur fram, þá jafngildir sú upphæð 33 milljónum á hvern íbúa í Bolungarvík. Hvað ætli margir í Bolungarvík geti labbað inn í bankana og fengið slíkar upphæðir þurrkaðar út en haldið jafnframt eignum sínum og áhrifum?
:) Gunnar svaraðu þessu líka .. ef þú getur
Óskar Þorkelsson, 18.4.2012 kl. 10:56
Óskar, að tiltaka eitt fyrirtæki eða einn kaupstað er ekki leikur sem ég tek þátt í, enda kemur það ekkert bloggi mínu við. Það er allt eins hægt að taka saman allar þær afskriftir sem félög og glæpamenn í Reykjavík hafa fengið og deila því á ibúa þeirra hverfa sem þeir búa í. Þetta er leikur sem eingum er til gagns og síst höfuðborgarbúum.
Svona skotgrafahernaður, sem þú vilt að ég taki þátt í, er engum til sóma. Það er ljóst að bankar og lánastofnanir hafa farið offari í afskriftum til einstakra manna, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tveir þriðju gjaldeyristekna landsins verða til utan höfuðborgasvæðisins og það bretir heldur ekki því að stæðsti hluti þess fjár endar á höfuðborgarsvæðinu.
Það er hins vegar ekki mitt vandamál þó einhverrjir skilja ekki skrif mín, það er vandi þeirra sem lesa.
Gunnar Heiðarsson, 18.4.2012 kl. 12:59
sko.. skotgrafarhernaðurinn byrjaði með pistli þínum Gunnar :) þú hefur rangt fyrir þér í öllum atriðum.. enda geturu ekki svarað einni einustu spurningu um pistilinn þinn.. það er þitt vandamál.. en ekki okkar hinna sem skiljum þig ekki.. capice ?
Óskar Þorkelsson, 18.4.2012 kl. 15:12
Gunnar.
Ekki vera að þrasa við Óskar. Hann skilur ekki á hverju Íslendingar lifa. Hann heldur að gjaldeyririnn verði til í fjármálaráðuneytinu, Bónus og Ikea.
Hann áttar sig ekki hver er munurinn á virðisauka fyrirtækja og virðisaukaskatti. Var búinn að reyna kenna honum muninn.
Hann er eflalust hinn vænsti maður, en vill greinilega ekki sýna þá hlið á sér.
Benedikt V. Warén, 18.4.2012 kl. 15:15
Er þá ekkert verðmætasköpun nema útflutningur? Hvað með þá sem smíða hús eða afgreiða á bar, er það fólk afætur á þeim sem vinna við útflutningsgreinar?
Talandi um latte lepjandi fólk í 101 þá held ég að síðuhaldari ætti að kynna sér hvaðan stór hluti af sjómönnum á landsbyggðini kemur, jú nefnilega af Reykjavíkursvæðinu. Sennilega búa fleiri sjómenn í 101 en í flestum sjávarútvegs bæum á landsbyggðini.
Jonas kr (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 15:42
Getur þú svarað þessu Benedikt sem Gunnar getur ekki svarað ?
hvernig eru skatttekjur ríkissins af austfirðingum versus 101 Benedikt ?
Óskar Þorkelsson, 18.4.2012 kl. 15:42
Ég þekki einn sjómann í 112 og einn fyrrverandi í 203, en engann í 101?
Hjalti Þór Þorkelsson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 17:38
http://skutull.is/frettir/Kastljosid_greinir_fra_milljardaflettum_Jakobs_Valgeirs
Með kveðju frá lattelepjandi Vestfirðingi í 101...
Vilborg (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 21:24
athyglisverð þessi þögn landsbyggðarfólksins núna.. ansi athyglisverð
Óskar Þorkelsson, 19.4.2012 kl. 15:57
Gunnar Heiðarsson og fáviskan
Karlmaður sem heitir Gunnar Heiðarsson fann nýlega hjá sér hvöt til að skrifa eftirfarandi orð og birta á bloggsíðu sinni með fyrirsögninni Fáviskan í hámarki:
„Það er landsbyggðin og ekki síst Vestfirðir, sem skapa verðmætin í þjóðfélaginu. Þaðan koma peningarnir sem halda uppi latte lepjandi Reykvíkingum, þaðan koma peningarnir sem halda uppi ríkissjóð! Vestfirðingar borga sína skatta eins og aðrir landsmenn, en hin raunverulega verðmætasköpun verður nánast öll til utan Reykjavíkur!
Það yrði lítið úr Reykjavík og afætum þjóðfélagsins sem þar býr, ef landsbyggðin segði sig úr sambandi við það. Ef landsbyggðin ákvæði að stofna eigið lýðveldi án Reykjavíkur og þorpanna umhverfis hana!
Svei þessu fólki, svei þeim sem ekki skilur á hverju land og þjóð lifir!!“
Nú kann þessi Gunnar að vera hinn vænsti maður, góður fjölskyldufaðir og duglegur í vinnunni, ég veit ekkert um það. En af skrifum hans má sjá að hann kýs að skipta fólki upp í „okkur“ og „hina“; landsbyggðarfólkið og íbúa höfuðborgarinnar. Annar aðilinn gerir lítið sem ekkert gagn en hinn skapar verðmætin. Andstæðar fylkingar með andstæða hagsmuni ef marka má skrif Gunnars (sem kanski veir ekkert skemmtilegra en að lesa ljóð).
Sundrungartaktíkin er mjög vinsælt og eldgamalt lýðskrumstrikk sem virkar á sumar sálir. Þetta bragð er notað í pólitíkinni þegar stjórnmálmenn með vondan málstað reyna að lappa uppá fylgið. Einræðisherrar sem vilja beina augum almennings frá aumu ástandi þjóðmála brúka einnig þessa aðferð. Kynþáttahatarar kunna lýðskrumslistina og fleiri fól sem vilja vinna mannkyninu mein.
Nú vaknar hjá mér spurningin hvers vegna Gunnar þessi, kanski vinsæll í sínu nánasta umhverfi - hvað veit ég um það - hvers vegna grípur hann til þessa ómerkilega málflutnings gegn stórum hluta þjóðarinnar sem hann tilheyrir? Hvað ætli Reykvíkingar hafa gert á hlut Gunnars (sem kanski syngur í karlakór)? Hvernig hefur sú hugmynd ratað í hans koll að Reykvíkingar séu „afætur þjóðfélagsins“?
Skoðum þetta betur. Tökum dæmi og sjáum hvernig hugmyndum Gunnars Heiðarssonar (sem gæti verið kattarvinur) reiðir af þegar þær komast í kast við raunveruleikann.
Konan mín er fæddur Vestfirðingur og vinnur núna á elliheimili í Reykjavík (meira að segja í hinu alræmda póstnúmeri 101) við aðhlynningu eldra fólks sem reyndar að stórum hluta fæddist utan Reykjavíkur. Pabbi minn var að austan, fæddur á Vopnafirði og þar sem ég marga ættingja og þar starfaði ég í síldarvinnu nokkur sumur. Annar afi minn var úr Mýrdalnum og einn langafi frá Vestfjörðum.
Þetta litla sýnishorn er dæmigert fyrir Reykjavík, fólk að uppruna frá öllum landshlutum með tengsl við ættingja og vini um allt land. Er þetta „afætulýðurinn“ hans Gunnars? Venjulegir Íslendingar sem hafa ekkert gert til þess að angra Gunnar (sem kanski spilar á píanó eða gítar) annað en að vera til og lifa og starfa á öðrum stað en hann. Gunnar fullyrðir að það „yrði lítið“ úr þessu fólk „ef landsbyggðin segði sig úr sambandi við það“.
Hvers vegna kemur upp svona hugmynd í kolli Gunnars (og fleiri sbr. viðbrögð á bloggi hans)? Er það vegna þess að hans hugmyndaheimur takmarkast við fisk og slátur? Ekki veit ég neitt um hans hagi, kanski er hann félagi í áhugaleikfélaginu í sínum heimabæ, kanski er hann búinn að lesa gjörvallan Laxnes. Ég skil ekki þessar hugmyndir hans og ég átta mig ekki á því hvaðan þær koma. Og hvaða tilgangi þjóna skrif Gunnars (sem hefur kanski komið til Reykjavíkur og kíkt á kaffihús) - hvar endar hugmyndin - hvert á hún að leiða okkur?
Gunnar Heiðarsson, upplýstu mig, segður mér eitthvað sem getur hjálpað mér að skilja þær hugmyndir sem þú virðist fylgja svo einarðlega.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.4.2012 kl. 16:55
Þetta er síðasta tilraun mín til að reyna að koma þér í skilning um hvað ég vara að segja, Óskar:
"Það er landsbyggðin og ekki síst Vestfirðir, sem skapa verðmætin í þjóðfélaginu. Þaðan koma peningarnir sem halda uppi latte lepjandi Reykvíkingum, þaðan koma peningarnir sm halda uppi ríkissjóð! Vestfirðingar borga sína skatta eins og aðrir landsmenn"
Þessi orð mín segja að verðmætasköpunin verður að mestu til utan höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið tveir þriðju hennar. Þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Hagstofu Íslands. Þau segja einnig að Vestfirðingar borga sína skatta, eins og aðrir landsmenn. Ef þú ekki getur skilið þetta, get ég ekkert við því gert.
Hjálmtýr, þér svaraði ég á þinni síðu. Það væri frekar að ég spyrði þig hvert þú ert að fara!! Að taka fyrir aumann bloggara og nefna hann í fyrirsögn með miður góðu viðhengi, er ekki í neinu samræmi við skrif mín! Vonandi líður þér betur á eftir!!
Hér set ég punktinn við þessa umræðu. Það verður að hafa það þó einhverjir skilji ekki blogg mitt. Ég mun ekki reyna frekar að koma þeim í skilning um það, enda sennilega ekki hægt. Sumir eru tregari en aðrir og skilja ekki hinn sanna raunveruleik!!
Gunnar Heiðarsson, 19.4.2012 kl. 20:55
Þú endurtekur bara sjálfan þig í stað þess að svara efnislega því sem sett er hér fram..
Það vita allir að vestfirðingar borgaskatta, ég borgaði skatta þar á sínum tíma.. og í lifeyrissjóð sem eflaust er horfinn til feðra sinna.. (stolið )
Málið er að ég vildi fá fram hvort að þetta sé satt að Vestfirðingar haldi uppi lattelepjandilufsum í miðbæ reykjavíkur, nánar tiltekið 101 með sínum skatttekjum.. Þetta virðist standa svolitið í þér þótt þú haldir áfram a´sömu braut í þínum málflutningi.. ef tekjur vestfirðinga eru skoðaðar (launamanna en ekki útgerðarmanna eins og Jakops Valgeirs sem stela meira frá Vestfjörðum en þeir afla þangað inn).. þá kemur allt í einu í ljós að það eru 101 Reykvikingar sem halda uppi þessum krummaskuðum þarna út í Kjálka frekar en öfugt ;).
Óskar Þorkelsson, 20.4.2012 kl. 07:31
Gunnar:
Þinn skilningur er einfaldlega rangur. Og lítið mál að sýna fram á það.
Jonas kr (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.