Hin þrúgandi þögn fjölmiðla

Það er ótrúlegt að verða vitni að hinni miklu þögn fjölmiðla hér á landi, á vanda evruríkja. Jafnvel mbl.is þegir þunnu hljóði yfir þessum vanda. Ekki vantar þó fréttir um þetta í erlendum fjölmiðlum, bæði innan og utan evrulanda. Enda ekki nema von, þessi vandi er mkill og það sem verra er að ef hann fer á versta veg, eins og allt útlit er fyrir, munu afleiðingar þess verða víðtækar og ná langt útfyrir evrulöndin sjálf. Ísland er þar ekki undanþegið og því með ólíkindum hversu fjölmiðlar hér láta sig þetta litlu varða.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að Ísland stendur í aðildarviðræðum við ESB og þeir fámennu hópar sem kallast aðildarsinnar hafa verið duglegir að halda uppi óraunhæfum og beinlínis röngum áróðri fyrir þeirri vegferð. Meðan fjölmiðlar ekki flytja raunhæfar og sannar fréttir af ástandinu innan evruríkja, er hugsanlegt að einhverjir einfaldir kjósendur falli fyrir þessum ótrúlega áróðri aðildarsinna.

Ástandið í evruríkjunum er geigvænlegt. Það sem hægt er að lesa um það í erlendum fjölmiðlum er m.a.; evrópska banka vantar eigið fé og lausafé, veruleg hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisverðbréfa, minnkandi framleiðsla og samdráttur, heimli yfirskuldsett og fasteignaverð í frjálsu fall, nettóeignir fólks hefur skerst um tugi prósenta, atvinnuleysi komið yfir 20% í sumum löndum og atvinnuleysi ungs fólks komið yfir 50% í a.m.k. tveim löndum evrunnar.

Þessar tilteknu fréttir eru ekki einungis bundnar við Grikkland, heldur eru þær frá Spáni Portúgal, Írlandi, Þýskaland og Danmörku, auk þess að ná heilt yfir evrusvæðið, eins og vandi bankanna.

En hvað veldur, hvers vegna tekst ekki að ná tökum á vandanum?

Svarið er einfallt, ofur einfallt. Ráðamenn ESB hafa bitið í sig að halda evrunni og til þess verður að setja samræmd skilyrði fyrir öll ríki hennar. Skilyrði sem henta kannski sumum en alls ekki öllum, skilyrði um stórfelldann samdrátt í ríkisrekstri.

Það deilir enginn um að nú sem stendur eru það Grikkland og Spánn sem verst standa. Vandi Grikkja er gífurleg skuldasöfnun og geta menn endalaust deilt um af hvaða forsemndum, en vandi Spánar er alls ekki skuldasöfnun, heldur lausafjárvandi. Reyndar er Spánn eitt af þeim ríkjum sem standa nokkuð vel varðandi skuldir mældar af þjóðarframleiðslu, stendur þar mun betur en bæði Þýskaland og Frakkland.

Samdráttur í ríkisrekstri leiðir óneitanlega til samdráttar í hagkerfinu, a.m.k. til skamms tíma, eða meðan frjálsi markaðurinn tekur við þeim verkefnum sem ríkið lætur frá sér og nær tökum á þeim. Þetta getur tekið einhvern tíma, frá nokkrum mánuðum til einhverra ára. Og þegar upp er staðið hefur orðið einhver samdráttur til framtíðar, einfaldlega vegna eðlismunar á ríkisrekstri og einkarekstri.

Fyrir skuldsetta þjóð er samdráttur tvíeggjað sverð, en fyrir þjóð sem býr við skort á lausafé er hann beinn banabiti. Því má búast við að skuldastaða Spánar, sem er með því betra innan evrulanda í dag, verði komin langt yfir markið innan nokkurra mánaða, jafnvel þó engin lán verði tekin. Þegar eitthvað er mælt þarf mælistiku og mælistika skulda þjóða er verg landsframleiðsla. Þegar hún dregst saman aukast skuldir viðkomandi þjóðar, jafnvel þó engin ný lán séu tekin. Að sjálfsögðu leiðir samdráttur einnig til auknis atvinnuleysis og fyrir þjóð sem býr við hátt atvinnuleysi er þetta kolröng aðferð, eins röng og hugsast getur.

En hvers vegna ákváðu leiðtogar ESB að fara þessa leið? Það er stór spurning sem sjálfsagt einhverntímann verður svarað. En nú fær enginn að vita það svar og Angela Merkel, aðalhöfundur þessarar leiðar, hefur ekki komið fram með nein rök fyrir henni.

Ekki ætla ég að skrifa um þann skelfingaratburð sem átti sér stað fyrir framan þinghús Grikklands, þegar ellilífeyrisþegi tók líf sitt með byssu. Þetta er þó fráleitt fyrsta skotið sem hleypt er af í þeim róstum sem yfir evrulöndin ganga. Það hefur mörgum skotum verið hleypt úr byssum þeirra sem verja stjórnvöld þessara ríkja, þar sem skotið er að kjósendum. Að vísu er ennþá gúmmíkúlur í þeim skotum en hvenær verður því breitt?

Það er kominn tími til að fjölmiðlar landsins fari að segja satt og rétt frá því ástandi sem ríkir innan evrulanda, þjóðin á heimtingu á að fá að vita þetta!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband