Eitt lítið ljóð veldur miklum usla

Gunter Grass, nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, ritaði lítið ljóð í fjölmiðla, ljóð sem hefur valdið miklu uppnámi. Í ljóðinu, sem ekki er þó talið stórbrotið menningarafrek, segir hann að kjarnorkuveldi Israels ógni heimsfriðnum, sem þegar er brothættur.

Það felst vissulega mikil sannindi í þessari setningu, en hún fer vissulega fyrir brjóstið á mörgum, einkum mörgum þeirra sem búa í leppríki Israels, Bandaríkjunum.

En hvaða rök hafa þeir gegn Grass? Jú hann var eitt sinn félagi í ungliðahreyfingu Hitlers og sé því réttnefndur nasisti. Nú eru liðin 68 ár frá lokum síðari heimstyrjaldar, frá falli Hitlers og hans ógnarstjórnar. Gunter Grass er 84 ára gamall og hefur því verið 16 ára undir lok stríðsins. Það eru litlar líkur á að hann hafi komið nærri einhverjum ákvörðunum Hitlers, eða hafi haft áhrif á ákvarðanir hans eða stjórnar hans. Hitt er ljóst að hvert einasta barn í þýskalandi, í stjórnartíð Hilers, var skyldugt til að ganga í ungliðahreifingu nasista, hvort sem það kaus það eða ekki. Þeir sem eitthvað vita um þá sögu vita að afleiðingar fyrir þá sem ekki þóknuðust hinum háu herrum ógnarstjórnar Hitlers hlutu frekar óvægin málalok.

Það er aumt þegar ekki er hægt að gangrýna málefnalega umræðu án þess að vera með skítkast. Þetta er greinilega ekki eitthvað sér íslenskt fyrirbæri, þar sem þessi gagnrýni á Grass kemur fram Bandarísku blaði.

Það sem vekur þó mesta athygli er hversu hörð viðbrögð hafa orðið vegna þessa litla ljóðs Grass. Er það kannski vegna þess að þeir sem ljóðinu er beint gegn hafi ekki alveg hreina samvisku?

Vissulega væri heimurinn betri ef engin kjarnorkuvopn væru til, en þegar ein þjóð telur sig verðugri þess að hafa slík vopn undir höndum en önnur, er eitthvað stórkostlegt að. Það lýsir best sjálhverfu þeirra sem þar stjórna.

Hvernig væri ef Israel byrjaði á því að losa sig við sín eigin kjarnorkuvopn? Þá væru þeir strax betur í stakk búnir að gagnrýna aðra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband