Tómur misskilningur !!

Nú þegar fræðamannasamfélagið er loks vaknað af sínum þyrnirósarsvefni og gagnrýnir gerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda er eina svarið frá þeim bænum að þetta sé allt misskilningur og umfjöllunin ruglingsleg.

Gagnrýni á fiskveiðifrumvörpin er öll einn miskilningur og byggð á ruglingslegri umfjöllum. Jafnvel þó allir umsagnaraðilar og allir sem skoða áhrif þeirra komist að sömu niðurstöðu. Sú niðurstaða er ekkert ruglingsleg fyrir almenning, þó hún vefjist kannski fyrir stjórnvöldum.

Gagnrýni á aðstoð við skuldsett heimili er misskilningur. Þar er einnig ruglingslegur málflutningur að mati stjórnvalda. Þó er almenningur alveg með þá niðurstöðu á hreinu, enda illilega vör við hana á eigin skinni. Sú niðurstaða er í fullu samræmi við það sem margir héldu fram strax og þessar aðgerðir voru kynntar og mikið var skrifað um á þeim tíma. Reyndar virðist vera að koma í ljós að sá misskilningur byggist helst á því að ekki var ætlunin að hjálpa neitt þessum hópum!

Gagnrýni á kosningu um nokkrar greinar tillögu stjórnlagaráðs, til breytingar á stjórnarskrá, eru stórlega misskildar, jafnvel virtasti lögfræðingur landsins misskilur þær svo hressilega að hann verður nánast orðlaus af undrun. En hann er bara lögfræðingur og hefur væntanlega ekki eins mikið vit á gerð stjórnarskrár og pólitíkusar.

Gagnrýni á að könnunarviðræður við ESB skuli vera orðnar að aðlögunarferli er auðvitað bara misskilningur, að maður tali nú ekki um ruglinginn þar.

Svo er bara spurning; hvort er þjóðin og fræðamannasamfélagið að misskilja, eða stjórnvöld með sína tryggu hunda umhverfis sig?!

Í öllu falli er orðinn svo mikill misskilningur milli stjórnvalda og þjóðarinnar að ekki verður við unað lengur!!

 


mbl.is Segir umfjallanir ruglingslegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Góð grein :)

Jón Óskarsson, 7.4.2012 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband