Aumingja maðurinn
5.4.2012 | 09:06
Hélt hann virkilega að ASÍ væri fyrir launþega?
Sem formaður í stéttafélagi og það út á landi, ætti Arnar Hjaltalín að vera búinn að átta sig á að ASÍ er ekki fyrir launafólkið í landinu. ASÍ er deild innan Samfylkingar með það megin verkefni að flytja trúboð flokksins um ágæti aðildar að ESB. Launafólkinu hefur fyrir löngu verið úthýst úr þessum samtökum!
Arnar Hjaltalín ætti, ef honum er umhugað um ASÍ og vill að það fari til þess vegar sem það var stofnað, að sameinast með þeim fjölda launafólks sem vill skipta út Samfylkingarfólkinu sem hefur grafið um sig innan sambandsins eins og krabbamein. Þegar því verkefni hefur verið lokið má aftur fara að tala um ASÍ sem samtök stéttarfélaga. Þá geta launþegar landsins litið upp til þessara samtaka, ekki fyrr!
ASÍ starfar nú sem deild innan Samfylkingar, jafnvel þó sá flokkur hafi einungis fylgi lítils hluta þjóðarinnar. Það er nefnilega með stjórnmálaflokka að fólk getur valið þá eða hafnað. Um ASÍ er annað að segja, allir launþegar, hvar í flokki sem þeir standa og þó þeir séu utan flokka, eru skyldugir til að greiða til sambandsins. Því er með öllu ófært að það tvinni sig saman við einn stjórnmálaflokk, sama hvaða flokkur það er, eða sé að skipta sér af stjórnmálum yfirleitt.
Umsóknin að ESB er hápólitískt málefni og einungis einn stjórnmálaflokkur með það á sinni stefnuskrá. Samt er þetta það eina sem ASÍ lætur sig skipta svo einhverju nemur. Þar á bæ hefur verið sóað stórum fjármunum og miklum tíma í að útbúa áróðursefni fyrir Samfylkinguna. Á meðan er ekkert spáð í hagsmuni launþega.
Svo uppteknir hafa starfsmenn þessarar deildar Samfylkingar verið að þeim hefur ekki gefist tími til að skoða hver áhrif frumvörp til laga um fiskveiðar hefur á launafólk. Eða er kannski ekki vilji til að vinna þá vinnu innan ASÍ?!
Skelfingu lostinn eftir fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.