Og þá er bara allt í lagi
3.4.2012 | 14:31
Flótti fólks frá Íslandi er hlutfallslega minni en var í Færeyjum eftir efnahagshrunið þar, í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þetta var vitað og þurfti ekki að kosta sérstaka rannsókn á því. Allt ungt fólk flúði Færeyjar á þeim tíma, enda kom aflabrestur í kjölfar efnahagshruns þeirra og því ansi lítið eftir.
Hér á landi eru grunnstoðirnar fleiri og betri, auk þess sem makríllinn sá aumur á okkur og flyktist upp á landgrunnið okkar þegar hann sá hvert stefndi. Því er flóttinn hlutfallslega minni héðan, sem betur fer. En hann er samt of mikill, allt of mikill, sérstaklega þegar skoðað er hvaða fólk það er sem flýr landið.
Stjórnvöld leita nú undir hverjum steini til að réttlæta aumingjaskap sinn og er þessi rannsókn liður í því. Næst munum við sennilega heyra um rannsókn á vegum stjórnvalda sem segir okkur að fátækt hér á landi sé mun minni en Eþíópíu eða Sómalíu!
Það er ekki nóg með að þetta lið sem þykist vera að stjórna landinu sé búið að missa allan trúnað kjósenda, heldur verður ekki betur séð en það sé orðið fullkomlega vitskert!!
Miklu minni brottflutningur en frá Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.