Ótrúlegt fylgi ríkisstjórnarinnar

Það er ótrúlegt hvað fylgi ríkisstjórnarinnar er mikið eftir öll svikin við kjósendur, eftir alla þá dóma sem hún hefur fengið á sig, bæði frá dómskerfinu og kjósendum og eftir alla þá aðför sem hún hefur gert að réttarríkinu Íslandi.

Þó er enn ótrúlegra að fylgið skuli nú mælast nánast það sama og ríkisstjórn Geirs Haarde eftir að bankakerfi landsins hafði hrunið. Þá sagði Steingrímur Jóhann Sigfússon að ríkisstjórn sem ekki hefði þjóðina að baki sér ætti að segja af sér. Skildi hann enn vera þessarar skoðunar, eða er með þetta eins og svo margt annað að það eigi einungis við um andstæðinga hans.

Fylgi Sjálfstæðisflokks er einungis 38%, sem er kannski eðlilegt miðað við þær beinagrindur sem flokkurinn þvælist með, en eftir þriggja ára stjórnarandstöðu einhverrar versti ríkisstjórnar í sögu lýðveldisins, hefði maður haldið að það væri mun meira.

Framsóknarflokkur er fastur í sínu fari, einhverra hluta vegna ná þeir ekki að koma sínum boðskap til þjóðarinnar, þó sá boðskapur sé mjög skynsamur á flestann hátt. Fjölmiðlar gera þeim vissulega erfitt fyrir en það ætti þó einungis að herða þingmenn flokksins. Að vísu eru enn örfáar beinagrindur enn í farangri flokksins, þó nokkuð vel hafi verið hreinsað til þar. Betur má þó alltaf gera í þeim efnum.

Nýju framboðin ætla ekki að ná neinu sérstöku fylgi, þó útlit sé fyrir að þau gætu gert erfitt fyrir við myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir næstu kosningar.

En mesta undrun vekur þó fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Samfylkingin horfir til Brussel og skiptir sér ekkert að öðrum málum í þjóðfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir, sem í gegnum sína þingmennsku hefur ætið sagst vera talsmaður "litla mannsins", hefur gjörsamlega rústað öllum trúverðugleik sínum. Hún hefur sannað kjarkleysi sitt og aumingjaskap, sannað að hún lætur alfarið stjórnast af fjármálaöflum landsins. Ömurlegur endir hennar stjórnmálaferils og ekki skemmtilegt fyrir hana að fara á eftirlaun með þau sögulok á bakinu.

Steingrímur Jóhann hefur svikið hvert eitt einasta kosningaloforð flokk síns og að auki staðið trekk í trekk að því sem hann sjálfur hefði sennilega kallað landráð ef aðrir hefði farið þá leið. Að flokkur hans skuli mælast með 11% fylgi er með þvílíkum ólíkindum að vandi er að sjá hvað veldur. Líklegasta skýringin er að flokkurinn sé búinn að afskrifa Steingrím og hanns tryggustu hunda og ætli að bjóða fram til næstu kosninga án þeirra.

Ríkisstjórn sem einungis hefur fylgi 28% kjósenda í skoðanannakönnun á umsvifalaust að segja af sér og boða til kosninga. Þar getur hún endurnýjað umboð sitt ef hún telur sig hafa stuðning þjóðarinnar. Ef hún gerir það ekki er það vegna þess að hún veit að þjóðin styður ekki þá vegferð sem hún er á og er því að vinna gegn þjóðinni, ekki fyrir hana.

Steingrímur Jóhann veit hvaða orð eru höfð um slíkt framferði, hann sagði þau sjálfur fyrir rúmum þrem árum!!

 


mbl.is Ríkisstjórnin tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband