Ekki sama Jón og séra Jón
7.3.2012 | 14:31
Þegar vitni skotárásarmálinu svokallaða mætti ekki fyrir dóm var samstundis sigað á hann lögreglu. Gefin var út handtökuskipun á manninn og fjölmiðlar látnir útvarpa að hann yrði settur í varðhald jafn skjótt og laganna verðir hefðu hendur í hári hans. Þetta var þó ekki sakborningurinn í málinu, heldur sá sem fyrir árásinni varð, brotaþolinn!
En þegar taka átti fyrir dóm svokallað Al-Thani mál, mætti ekki einn einasti af sakborningum þess fyrir dóminn. Ekki var gefin út handtökuskipun, ekki voru fjölmiðlar látnir útvarpa því að þeim yrði stungið í steininn jafn skjótt og til þeirra næðist. Þetta voru þó sakborningar í því máli!!
Það var bara rétt sísvona ákveðið að fresta málinu um rúmar þrjár vikur og vonað að sakborningar hefðu tíma og vilja til að mæta þá!! Hvað gerir dómurinn ef þeir halda áfram uppteknum hætti og hundsa boð hans um að mæta?! Verður þá enn frestað að taka málið til meðferðar?
Það er ekki sama Jón og séra Jón!!
Frestað í Al-Thani-málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér og er þetta svívirða vegna þess að þetta eru þeir sem að settu Þjóðina á hausinn...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 14:47
Þeir eru orðnir svo Breskir,Að þeir eru hættir að bera virðingu fyrir Íslendingum og Íslenskum Dómstólum. ( Eins og Ríkistjórnin og Fjármálafyrirtækin.) Enginn sér ástæðu til að taka mark á Dómstólunum frekar en Fjármálafyrirtækin og Ríkisstjórnin!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 7.3.2012 kl. 16:14
Sæl verið þið, er þá að furða þótt það stittist i að dómstóll götunar muni taka til sinna ráða þegar svona er komið fyrir okkur? Ég er ekki þjófur og alls ekki vanvirt réttakerfið með að hlíða ekki því sem lögregla biður mig að gera! En miðað við þessa kalla þá fer maður að hugsa sinn gang í framtíð því að þeir eru langt yfir okkur hafnir bara af því að þeir voru gerendur að stærsta fjármálasvindli sem um getur á landi voru. Nú verður að fara breyta um vinnubröggð hjá réttakerfi og lögreglu því að sérsveit er notuð gegn saklausum borgurum meðan þessir stór glæpamenn ganga lausir!
Sigurður Haraldsson, 8.3.2012 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.