Staðreynd eða áróður ?

Það hefur vissulega mikill fjöldi iðnaðarmanna flutt úr landi, en það er þó ekki einhlýt skýring. Þá hefur verkefnum fækkað verulega og laun iðnaðarmanna hér á landi hafa vissulega lækkað, þ.e. tekjur. Grunnlaun hafa reyndar hækkað, en enginn iðnaðarmaður þurfti að sæta þeim afarkjörum fyrir hrun.

En þó mikill fjöldi iðnaðarmanna hafi flúið land, eru enn margir eftir. Og þó launakjör hafi lækkað verulega, eru iðnaðarmenn enn með nokkuð betri kjör en atvinnulausir. Hvað er þá það sem veldur því að erfitt er að fá iðnaðarmenn til vinnu?

Er ástæðan kannski sú að verið sé að koma af stað orðrómi um þennan vanda, svo réttlæta megi innfluttning á ódýrara vinnuafli?

Ég þekki iðnaðarmenn sem eru atvinnulausir og þeir eru vissulega að leita sér að vinnu. Jafnvel þó þeir séu tilbúnir að þiggja lægstu laun iðnaðarmanna, hafa þeir horft á eftir störfum sem þeir sækja um, í hendur útlendinga.

Það er því spurnin hvort um raunverulegann skort á iðnaðarmönnum er að ræða, eða hvort verið sé að búa til slíkann skort í hugum manna svo hægt sé að versla við ódýrar starfsmannaleigur á EES og ESB svæðinu.

 


mbl.is Skortur á iðnaðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nú ekki samræmi í þessu hjá þér því ef íslenskir iðnaðarmenn eru tilbúinr að vinna á strípuðum taxta eru útlendingar orðnir dýrari starfskraftur því oftast er þeim sérð fyrir ferðum og húsnæði.

Ekki nema hagkvæmnin felsit í að hrúga þeim 10 inn í 3ja herb. íbúð og rukka svo hvern um 30 þús í leigu. 

Hef nú meiri áhyggjur að að þeir íslensku séu að vina svart með bótunum. Það er svo skelfilega mikil lenska hjá landanum að svindla á kerfinu. Þá bitnar það eins og alltaf líka á þeim sem eru að standa sína plikt.

Landfari, 6.3.2012 kl. 11:05

2 identicon

Kæri Gunnar

Þú skrifaðir :  Ég þekki iðnaðarmenn sem eru atvinnulausir og þeir eru vissulega að leita sér að vinnu. Jafnvel þó þeir séu tilbúnir að þiggja lægstu laun iðnaðarmanna, hafa þeir horft á eftir störfum sem þeir sækja um, í hendur útlendinga.

Ég get staðfest að þetta er rétt hjá þér . jafnframt er töluvert um það að ómenntaðir eru í störfum iðnaðarmanna en þær upplýsingar hef ég frá svæði stóriðjufyrirtækjana á grundartanga , ak þess má sjá slíkar auglýsingar hjá vinnumálastofnun .

Sá sem skrifar undir sem landfari virðist ekki þekkja hlutina vel enda getur sá aðili ekki skrifað nafnið sitt rétt .

Valgarð (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 12:32

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú þekkir greinilega ekki hvernig erlendar starfsmannaleigur starfa, Landfari og enn síður hefur þú kynnt þér dóm um hvernig beri að skilja ESB löggjöfina um þessar leigur. Hefðir þú þá þekkingu færirðu ekki að skrifa slíka athugasemd.

Ferðir, fæði og húsnæði er dregið af launum erlendu starfsmannana og oftar en ekki eiga þeir sem flytja þá inn einnig þær íbúðir sem þeim eru boðnar.

Varðandi vinnu á svörtum markaði, þá er það þekkt vandamál. Það vandamál kemur ekkert hruninu við, heldur hefur það viðgengist um langann tíma. Sjálfur er ég kominn á seinnihluta minnar starfsævi og allann þann tíma sem ég hef verið á vinnumarkaði hefur þetta vandamál verið þekkt. Hvort það eykst eða minnkar fer algjörlega eftir skattasefnu stjórnvalda.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2012 kl. 12:41

4 Smámynd: Landfari

Það er rétt hjá þér að ég veit ekki nákvæmlega hvernig starfsmannaleigur vnna í smáatriðum. Veit bara um útlendinga sem voru hér í vinnu og fengu ferð heim og til baka einu sinni í mánuði að mig minnir á kostnað vinnuveitanda.

Það þarf náttúrurlega ekkiað vera algilt og hefur trúlega breyst eina og annað við hrunið.

Þessi dómur sem þú vitnar í. Segir þar að erlendir iðnaðarmenn megi vinna hér á lægri taxta en gildir fyrir íslenska iðnaðarmenn. Ég fæ ekki séð að verkalyðshreyfingin gæti  setið aðgerðalaus hjá ef það væri raunin.

Seðgðu nánar frá hvað þú átt við.

Valgarð minn. viltu ekki skýra nánar hvað þú átt við eða í það minnsta upplýsa okkur þá um hvar þú lærðir stafsetningu.

Landfari, 6.3.2012 kl. 13:28

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Landfari, ég bendi þér t.d. á að lesa "ESB og almannahagur", blogg Páls H Hannessonar. Hann hefur farið vel í gegnum þessi mál og fjallar ýtarlega um starfsmannaleigur innan ESB og EES og hvernig þeim er hampað til handa fyrirtækjum á kostnað launþega. Þá tekur hann einnig fyrir hvernig Norska verkalýðshreyfingin hefur barist gegn þessum vágesti, nokkuð sem ekki þekkist hjá hinu íslenska ASÍ.

Sjá:

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1215391/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1215686/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1215916/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1218183/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1218401/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1219583/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1220228/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1224011/

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1224022/

Þetta eru nokkrir pistlar frá Páli um þjónustutilskipunina, en hún tekur m.a. á starfsmannaleigum.

Auðvitað er best fyrir þig Landfari, að fylgjast reglulega með færslum Páls og því læt ég einnig fylgja link á forsíðu hans:

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2012 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband