Hátt hreykir heimskur sér

Steingrímur hælir sér, enda enginn annar til þess. Það væri betra ef sannleikskorn væri til í þessari lofræðu Steingríms á sjálfum sér, en því miður er nokkuð langt frá því!

Staðreyndin er að makríll fór að ganga upp að landinu og hefur gefið okkur tugi milljarða í tekjur. Fór Steingrímur kannski á haf út og rak þennan fisk upp á landgrunnið okkar?

Blessuð íslenska krónan hjápaði okkur líka mikið. Vegna hennar gátum við leiðrétt gengið til þess raunveruleika sem þjóðarbúið gaf af sér. Þetta leiddi til stóraukins fjölda ferðamanna til landsins. Ekkert hafa stjórnvöld gert til þess að laða ferðafólk til landsins, þvert á móti eru lagðir auknir skattar á allt er snýr að ferðamennsku og nýir fundnir upp, svo soga megi sem mest af því fólki sem leggur leið sína til landsins. Nú er svo komið að þessi iðnaður er í stór hættu vegna óhóflegrar skattheimtu stjórnvalda.

Skömmu eftir hrun hækkaði heimsmarkaðsverð á áli og fór í hæðir sem ekki hafa áður sést. Nokkuð er víst að Steingrímur hefur lítil áhrif á verð á áli úti í hinum stóra heimi. Þessi uppsveifla var vissulega nýtt af þeim fyrirtækjum sem til staðar voru í landinu, með tilheyrandi tekjum fyrir orkufyrirtækin og ríkissjóð. Því miður bar stjórnvöldum ekki gæfa til að sjá þarna aukið sóknarfæri og stöðvaði alla uppbyggingu á þessu sviði. Þó nú sé tímabundin lægð í verði á áli, mun það fara upp aftur. Heimsmarkaðsverð á áli er ætíð sveiflum háð.

Vegna leiðréttingar á genginu, sem var gerleg vegna blessaðrar krónunnar, urðu innlend fyrirtæki sem sækja á erlenda markaði loks samkeppnisfær. Þá var innlend framleiðsla í mörgum tilfellum einnig samkeppnisfær við innfluttar vörur, eitthvað sem ekki hefur verið síðan á síðustu öld. En sú sæla stóð þó ekki lengi, þar sem skattapíningin kom í staðinn og hefur dregið allann mátt úr þeim fyrirtækjum sem annars hefðu lifað góðu lífi, með tilheyrandi framlegð til þjóðarbúsins. Þrátt fyrir þessi sterku rök um ágæti krónunnar okkar, hefur Steingrímur unnið að því leynt og ljóst að koma landinu undir erlend yfirráð og vill kasta krónunni.

Steingrímur stóð að því í rúm tvö ár, af þeim þrem sem hann hefur verið ráðherra, að við tækjum á okkur ósanngjarnar og ólöglegar skuldir einkabankanna. Sem betur fer tók forsetinn fram fyrir hendur honum og lét þjóðina um að ákveða þetta. Þjóðin hafnaði skuldaklafa Steingríms. Það væri sennilega annað hljóð í Steingrími í dag ef forsetinn hefði ekki haft vit fyrir honum!

Það hafði hins vegar enginn vit fyrir Steingrími, þegar hann einkavæddi tvo af þrem stæðstu bönkum landsins. Þar fór hann svo leynt að jafnvel Alþingi fékk ekki veður af þeim gjörning fyrr en um seinann. Fyrir þessi afglöp og þessa heimsku á Steingrímu eftir að svara!

Fjölskyldur landsins hafa staðið í ströngu og þurft að beyta dómskerfinu til að leiðrétta lögleysu stjórnvalda. Sú von sem fólk sér í dómskerfinu hefur haldið ró þess. Stjórnvöld hafa hins vegar staðið þétt við bakið á fjármálafyrirtækjum landsins gegn fólkinu. Það er dómskerfinu að þakka að hér skuli ekki hafa orðið alger upplausn og óeirðir.

Atvinnuleysið er með því mesta sem þekkist og aldrei hafa fleiri verið svo lengi atvinnulausir að þeir falli af bótum. Þetta er þrátt fyrir að flótti fólks af landinu hafi aldrei verið meiri en síðustu þrjú ár. En Steingrímur hefur ekki áhyggjur af því, þar sem flóttinn nú hjá okkur er mun minni hlutfallslega en var í Færeyjum, þegar allt hrundi þar! Sem betur fer er flóttinn hjá okkur hlutfallslega minni, það flúði nánast annar hver íbúi Færeyja land þar á sínum tíma. Það breytir ekki þeirri staðreynd að flóttin héðan nú er meiri, margfallt meiri, en við verður unað!

Nei Steingrímur, ríkisstjórnin hefur ekki bjargað neinu. Sú staðreynd að ástandið hér er ekki verra en það þó er, er þrátt fyrir verk ríkisstjórnarinnar!!

Hvernig væri ástandi hjá okkur ef enginn makríll hefði gengið upp að landinu, ef álverð hefði hrunið í kjölfar kreppunnar og ef tekist hefði að koma icesave skuldaklafanum á þjóðina?

Hvernig væri ástandið hjá okkur ef við hefðum verið bundin evrunni og ekki getað leiðrétt gengið til samræmis við þann raunveruleika sem þjóðarbúið lifir við?

Hvernig væri ástandið hjá okkur ef ekki hefði orðið sprenging í ferðamannaiðnaðnum?

Hvernig væri ástandið hjá okkur ef dómsvaldið hefði ekki margsinnis tekið fram fyrir hendur stjórnvalda, þegar þau af heimsku sinni hafa gert hverja vitleysuna af annarri?

Það er ekkert sem stjórnvöld geta hælt sér af, skömm þeirra er alger og aumingjaskapurinn í hæstu hæðum!!

Það er enginn til að hæla Steingrími og ríkisstjórninni. Því verður hann að taka það verk að sér sjálfur!!

Hátt hreykir heimskur sér!!

 


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég sem hélt að þetta væri brandari, maðurinn trúi þessu sennilega í raun og veru.  Við erum á réttri leið ÞRÁTT FYRIR ÞESSA RÍKISSTJÓRN.  Hvar værum við þá stödd ef við hefðum virkilega hagsældar stjórn sem hefði tekið málin traustum tökum?Ð Maður spyr sig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 02:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá væri öðruvísi umhorfs og fólk ekki þurft að taka á sig byrðarnar,en Steingrímur hefði helst viljað að við borguðum Icesave,svo hann gæti skellt sökinni á pólitíska andstæðinga. Þá heppnuðust landráð hans og Jóhönnu fullkomlega.

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2012 kl. 03:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ´þetta ER SUMSÉ BRANDAI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 03:03

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri sennilega betra ástand hjá okkur þó engin ríkisstjórn hefði verið í landinu, síðustu þrjú ár.

Það er annars rétt hjá þér Ásthildur, það fyrsta sem manni datt í hug var brandari, en svo rann nakinn og kaldur sannleikurinn upp, Steingrímur var virkilega að hæla sjálfum sér!

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2012 kl. 03:32

5 identicon

Hvað áttu við að krónan hafi hjálpað okkur?

Ég persónulega missti alveg af þeirri hjálp, kaupið lækkaði og kaupmátturinn einnig... en útgerðarfyrirtækin sem hafa fengið hvað? a 400ma afskrifaða, þau græddu....

Kjartan guðmundsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 05:34

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kjartann minn, þeir sem sjá ekki út fyrir eiginn rann, skilja ekki samhengi hlutanna. Það kallast að vera Krati!

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2012 kl. 06:17

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hugsa oft til þess ef þessi stjórn sem klúðrar hverju málinu á fætur öðru,hefði verið við völd þegar bankarnir hrundu,þá hefði þjóðin virkilega þurft að biðja guð að hjálpa sér. Það hefði verið mikið fum og fát og lítið gert af viti.

Mér er mynnistætt þegar Geir forsætisráðherra stóð í ströngu að reyna að róa fólk og svara fyrir gerðir þá verandi ríkistjórnar, þá stóð mikið af Samfylkingarliðinu út í horni og glotti það fannst mér ógeðslegt.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.2.2012 kl. 08:15

8 identicon

Ég er ennþá láglauna öryrki. Ég finn ekki fyrir hækkun á tekjum mínum.

Garðar (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 11:09

9 identicon

Maður spyr sig á hvaða eiturlyfjum er Steingrímur J á?  Annan eins þvætting hefur maður aldrei fyrr séð og satt best að segja er maður hneykslaður á mbl að birta þennan þvætting.  Lyfjaprófa á manninn og það strax.  Er nema von að þjóðfélagið sé í rúst og margur eigi um sárt að binda þegar svona ómenni eru við stjórn landsins?

Baldur (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 14:17

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar.  Það er alltaf gott að eiga góða að.   

Ef það er rík þörf fyrir breytinga á stjórnarskránni þá er það að smíða verkfærri inní hanna til að eiða svona þjóð hættulegum óværum og skítamaskínum  eins og Jóhönnu og Steingrími. 

Það vesta við þennan Vargfugl er að hann skítur ungum sem aldrei urðu fleygir.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband