Það er í þínu valdi Ögmundur

Ögmundur Jónasson spyr hversu lengi við ætlum að láta ESB niðurlægja okkur. Svarið við þeirri spurningu er einfalt, það er í valdi Ögmundar og samflokksfólks hans á Alþingi sem því ræður hversu lengi við tökum þeirri niðurlægingu.

Það var fyrir tilstuðlan ráðherra og þingmanna VG að umsókn um aðild að ESB komst í gegnum þingið. Því bera Ögmundur og samflokksfólk hans á Alþingi alla ábyrgð á þessari niðurlægingu. Það er í þeirra valdi að stöðva hana.

Það er ekki flókið að stöðva niðurlægingu ESB gegn okkur. Einfaldlega að draga til baka umsóknina. Með því er vopnum ESB til að niðurlægja okkur sem þjóð, tekin úr höndum þeirra! Flóknara er málið ekki.

Eina vandamálið er kjarkleysi og aumingjaskapur þingflokks og ráðherra VG. Þeir hafa ekki kjark til að gera það sem þarf að gera, gunguskapurinn er algjör!! Þingmenn og ráðherrar VG er skíthræddir við gamalmennið sem sagt er stjórna Samfylkingunni.

Það er siður vinstrimanna að tala hátt á tillidögum, Ögmundur slær ekki slöku við þar. Það eru hins vegar verk manna sem þeir verða dæmdir af, ekki orð. Það er fátt sem Ögmundur getur hælt sér af þegar verk hans í ríkisstjórn verða dæmd, sama hversu fjálglega hann talar!!

 


mbl.is Ögmundur: ESB-viðræðum ljúki fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr! Heyr!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 02:26

2 Smámynd: Elle_

Alveg satt.  Eg skil ekki lengur Ögmund.  Og ég skil ekki spurninguna hans.  Spurningin hefur enga þýðingu, Ögmundur, og passar ekki neitt við það sem þú og VG gerið.  Það er ekki nóg að tala eins og Gunnar lýsir óaðfinnanlega að ofan.

Elle_, 25.2.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband