Allt saman einn stór miskilningur
24.2.2012 | 20:50
ESB ferlið er allt einn stór miskilningur. Salvör Nordal, formaður samráðshóps vegna aðlögunarferlisins, misskildi sitt hlutverk, enda ekki von að hún átti sig alveg hvað er í gangi, nefndin er jú ekki enn tekin til starfa þó nærri ár sé frá skipun þriggja æðstu manna hennar. Enn er eftir að tilnefna og skipa aðra fulltrúa í nefndina. Þá misskildi hún framkvæmdastjóra Bændasamtakanna um tilnefningu þeirra í nefndina.
Steingrímur J misskilur aðlögunarferlið. Hann segir engann afslátt hafa verið gerðann í köflunum um landbúnað og sjávarútveg. Miskilningur Steingríms er einkum sá að ESB hefur ekki enn viljað ræða þess kafla, svo varla er von að þar hafi verið eitthvað gefið eftir. Þá er það einnig misskilningur hjá Steingrími að einhver samningsmarkmið séu til, að minnsta kosti veit utanríkismálanefnd ekki til að slík samningsmarkmið hafi verið sett fram. Á meðan svo er, getur samninganefndin samþykkt hvert orð frá ESB, hún mun ekki brjóta nein samningsmarkmið!!
ESB aðlögunarferlið er allt einn misskilningur. Hvernig væri að koma réttum boðum til Össurar um þennan misskilning og setja á hann farbann úr landi, áður en hann skaðar land og þjóð meira með þessum misskilning!!
Ákveðinn misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, samráðshópur. Með skringilega mikið af samfylkingarlandsölustefnumönnum innanborðs. Mann hryllir við.
Elle_, 24.2.2012 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.