Enn er lyginni haldið á lofti !!
24.2.2012 | 20:06
Ríkisstjórnin hættir ekki lygaþvælu sinni. Þar á bæ eigna menn sér sigur dómkerfisins yfir stjórnkerfinu!
Þetta er auðvitað með ólíkindum, öllu snúið á hvolf! Eftir að ríkisstjórnin hefur setið sem klettur að baki fjármálafyrirtækjum landsins og reynt að verja ólöglega starfsemi þeirra, feldi Hæstiréttur dóm sem kollvarpaði stuðningi stjórnvalda við fjármálafyrirtæki landsins.
Þá var gripið til þess úrræðis að fara framhjá niðurstöðu hæstaréttar og sett lög sem færðu kostnað vegna ólöglegu lánanna af sökudólgnum yfir á brotaþolanna. Aftur dæmir Hæstiréttur og nú var ekki dæmt gegn fjármálafyrirtækjum, heldur var lagasetning stjórnvalda dæmd ómerk!
Vegna þessara tveggja dóma hafa og munu lánþegar fá leiðréttingu að hluta. Og ríkisstjórnin hælir sér af og segir þetta sín verk, að vegna gífurlegrar "stjórnsnilli" sinnar, hafi tekist að lækka lán lánþega um allt að 200 milljarða! Sér er nú hver andskotans stjórnsnillin!!
Staðreyndin er hins vegar sú að stæðsti hluti þeirrar upphæðar kemur til vegna afskipta Hæstaréttar af stjórnleysi og lögbrotum "snillinganna" sem sitja í ríkisstjórn!!
Lánþegum hefur tekist að fá fram leiðréttingu að hluta, þrátt fyrir þessa ríkisstjórn og hefur þurft að leita liðsinnis dómsvaldsins gegn stjórnvaldinu, til að ná fram sínum rétti!!
Sveiattan!!
Hvað kemur næst úr smiðju Bakkabræðrana sem hertekið hafa stjórnarráðið, verður kaupmannssonurinn kannski gerður að fangelsismálastjóra?
200 milljarðar afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítil dæmisaga af glæpamönnum
Glæpamaður fremur morð, hann er dæmdur til fangelsisvistunar, lögmenn glæpamannsins taka saman greinargerð og komast að því að dómurinn sé réttur, talsmaður landssamtaka glæpamanna kemur fram og segir að ekki standi til að taka út refsingu.
Réttarkerfið er handónýtt ef bankarnir komast upp með að hunsa dóminn.
Bangarnir njóta stuðnings stjórnvalda sem vilja nýja stjórnarskrá, stjórnvalda sem geta ekki farið eftir gildandi stjórnarskrá.
Omar (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 20:39
Heill og sæll Gunnar jafnan; sem og aðri gestir, þínir !
Knýjandi er; utanaðkomandi aðstoð - þó svo; frá fjarlægari löndum yrði, til þess að koma einhverri vitrænu hér að, í framtíðinni, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum; sem æfinlega /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.