Atvinnuveganefnd Alþingis atvinnulaus !
24.2.2012 | 05:55
Hversu bágt getur ástandið orðið?
Þegar atvinnuleysi er í hæðstu hæðum og sífellt fleiri hafa verið atvinnulausir svo lengi að þeir detta af bótum, þegar fyrirtækin fara á hausinn hvert af öðru og þegar flótti fólks af landinu er í sögulegu hámarki, er atvinnuveganefnd Alþingis atvinnulaus!!
Auðvitað mun Jóhanna halda því fram að þetta sé þinginu að kenna, ekki stjórnvöldum. Jafnel að DO hafi eitthvað puttana í þessu. Staðreyndin er að stjórnvöld ein bera ábyrgð á atvinnuleysi atvinnumálanefndar. Jafnvel þó stjórnarandstöðuþingmenn vildu svo gjarnan geta komið með frumvörp fyrir nefndina, þá fá þeir ekki aðgang til þess, ekki frekar en með önnur mál. Málum stjórnarandstöðunnar er vel haldið frá þingheim. Þegar þeim, eftir langa baráttu, tekst að leggja mál fyrir þingið eru þau samstundis svæfð.
Það er þó huggun harmi gegn að atvinnumálanefnd Alþingis mun þó ekki komast á atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir sitt atvinnuleysi!
Nefndarfundi frestað vegna verkefnaleysis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.