Að neita að viðurkenna eiginn dauða !!

Nú hefur ríkisstjórnin legið heiladauð tengd við öndunarvél í nærri þrjú ár.

Í byrjun febrúar 2009 tóku núverandi stjórnarflokkar við völdum í minnihlutastjórn, varin af Framsóknarflokknum. Fram að vori gerðist í raun lítið, enda kosnngar framundan svo eðlinu var haldið í skefjum. Eftir kosningar breyttist þetta verulega, á verri veg. Þá kom eðli vinstristjórnarinnar vel í ljós og fólk fékk að kynnast því að það hafði verið svikið, illa svikið.

En samfara því að hið rétta eðli vinstri - afturhaldsins kom í ljós, risu fjármálaöflin upp á afturlappirnar. Þá var eins og slokknað hefði á heilabúi stjórnarinnar, heiladauði blasti við. Sjúklingurinn var settur í öndunarvél og er þar enn í boði fjármálaaflanna.

Eitt af fyrstu verkefnum stjórnarinnar var að leggja fram umsókn að ESB fyrir Alþingi. Með því klauf ríkisstjórnin þjóðina í tvennt, einmitt þegar samstaða var þjóðinni svo mikilvæg. Þetta klauf einnig annan stjórnarflokkinn og gerði ríkisstjórnina óstarfhæfa. Þetta er skýrt dæmi um heiladauða!

Fjármálaráðherra var varla sestur aftur í stól sinn, eftir kosningar, þegar vinur hans kom yfir sig þreyttur frá Bretlandi með samning um Icesave. Vinurinn nennti ekki að standa lengur í þessu veseni. Þá kom í ljós að ráðherrann hafði brotið eina loforð sitt við þann flokk sem varði minnihlutastjórnina falli og sent mann til að semja um þetta mál. Til að bíta skömmina úr hattinum átti að leggja samninginn, sem vinurinn nennti ekki lengur að standa í að vinna, óséðann fyrir Alþingi, til samþykktar. Skýrt dæmi um heiladauða!

Forsætisráðherra hafði lengi unnið að því að koma á nýjum jafnréttislögum. Það tókst. Skemmst er frá því að segja að fyrsti dómur sem féll í Hæstarétti, samkvæmt þeim lögum, var vegna brota Jóhönnu sjálfrar á eigin lögum! Skýrt dæmi um heiladauða!

Fyrsu fjárlög ríkisstjórnarinnar voru um margt söguleg. Þar var skert verulega framlög ríkisins, enda vantaði peninga. Þessi niðurskurður bitnaði þó fyrst og fremst á grunnþjónustunni meðan menning og listir voru nánast óhreyfð og utanríkisþjónustan fékk aukin framlög. Beyta þurfti hótunum til að fá fjárlög samþykkt. Skýrt merki um heiladauða.

Eftir að Alþingi hafði gert icesavesamning vinarins afturreka, kom fram nýr samningur. Aftur var gripið til hótana og samningnum nauðgað gegnum þingið. Þjóðin reis upp og forsetinn hlustaði á þjóðina. Samningnum var hafnað af þjóðinni og ríksstjórnin sat áfram í óþökk þjóðarinnar. Skýrt merki um heiladauða!

Stjórnlagaþing var boðað. Offorsinn og flumbruskapurinn var svo mikill í stjórnarliðinu og framkvæmdin með slíkum ósköpum að Hæstiréttur neyddist til að ógilda kosninguna. En stjórnin sá leið framhjá Hæstaétti og breytti einfaldlega nafninu úr stjórnlagaþingi í stjórnlagaráð! Í þetta ólöglega ráð voru svo valdir þeir sem kosnir höfðu verið í hinni ólöglegu kosningu!! Skýrt merki um heiladauða!

Enn á ný tók svo Hæstiréttur fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar, snemm sumars 2010, þegar lán tengd erlendum gjaldmiðlum voru dæmd ólögmæt. Ríkisstjórnin hafði tekið sér stöðu með fjármálafyrirtækjum og varið þetta lánsform. Til að bæta gráu á svart, þá voru sett lög til hjálpar lögbrjótunum og kostnaðurinn vegna lögbrotsins færður á brotaþola! Skýrt merki um heiladauða!

Aftur þurfti Hæstiréttur að láta til sín taka gegn stjórnvöldum, þegar verk umhverfisráðherra voru dæmd ómerk. Skýrt dæmi um heiladauða.

Fjárlög nr. 2 frá þessari ríkisstjórn vinstriflokkanna komu svo fram haustið 2010. Enn var ráðist harkalega gegn grunnþjónustunni og enn voru menning og listir í skjóli. Utanríkisþjónustan slapp aftur við skerðingu. Og enn þurfti hótanir til að fá fjárlög samþykkt á Alþingi. Skýrt dæmi um heiladauða!

Allann tíma ríkisstjórnarinnar hefur atvinnuuppbyggingu verið haldið niðri. Sjónarmið stjórnarflokkanna eru svo mismunandi að ekkert gengur í þeim málum. Þegar ráðherrar annars flokksins standa í samningum við erlend aðila um uppbyggingu, eru ráðherrar hins flokkins í óða önn við að leggja björg í götuna. Hótanir um eignaupptöku og alger óstjórn í skattamálum hafa svo enn frekar fælt fjárfesta frá landinu. Skýrt merki um heiladauða!

Enn á ný hamaðist ríkisstjórnin svo á þjóðinni með icesave III. Skemmst er frá að segja að sá samningur fékk sömu útreið og hinir fyrri, var alfarið hafnað af þjóðinni. Og enn sat ríkisstjórnin, þrátt fyrir að þjóðin hafði hafnað henni í annað sinn! Skýrt merki um heiladauða!

Einhverntímann á kjörtímabilinu tók fjármálaráðherra þá óskiljanlegu ákvörðun að einkavæða bankana sem stofnaðir höfðu verið á rústum hinna föllnu. Tveir af þrem stæðstu bönkum landsins var þannig komið í hendur einhverra ótilgreindra aðila. Ríkið græddi ekki eina krónu á þessari einkavæðingu en tapaði öllu valdi yfir þessum bönkum. Skýrt dæmi um heiladauða!

Ekki var afskiptum Hæstaréttar af störfum stjórnvalda þó lokið. Fyrir skemmstu var felldur dómur um ólögmæta lagasetningu ríkisstjórnarinnar. Í fimmta sinn sem ríkisstjórnin fékk á sig dóm hæstaréttar um ólögmæta löggjöf eða ólögmæta stjórnun! Skýrt merki um heiladauða!

Þetta eru einungis örfá dæmi sem sanna heiladauða ríkisstjórnarinnar. Þá eru ótalin öll þau svik sem stjórnarflokkarnir hafa viðhaft gegn fjölskyldum landsins, að ekki sé nú minnst á þá sem eru sjúkir, aldraðir og öryrkjar. Það nýjasta í þeim efnum eru sífellt lengri biðlistar á líknardeildum. Ríkisstjórnin ætlast til þess að gamla fólkið taki upp vinnubrögð stjórnarinnar og einfaldlega neiti að viðurkenna eiginn dauða! 

Skattastefna stjórnvalda er með ólíkindum. Allt er skattlagt sem hægt er að skattleggja og skattlagt aftur, það er gengið enn lengra en nokkur hefði getað ímyndað sér. Jafnvel eru núna erlendum verslunum gert að innheimta skatt fyrir stjórnvöld, sem þær sjálfsagt gera, spurning hvort honum verði skilað til réttra aðila. Um það mun einginn nokkurntímann vita. Skattpíningin er orðin svo skelfileg að fólk á orðið erfitt með að sækja vinnu sína!

Haustið 2010 fékk Jóhnna verk fyrir brjóstið þegar kjósendur tóku sig til og börðu tunnur fyrir framan Alþingishúsið. Hún lofaði! Efndir urðu eins og við mátti búast, engar. Kallað var til samráðshóps til að finna lausn á vanda lánþega. Auðvitað fengu fjármálafyrirtækin sæti við háborðið í þeirri vinnu og niðurstaðan varð að út var gefinn svokallaður aðgerðarpakki. Hann fólst fyrst og fremst í aðstoð við fjármálafyrirtækin, fjölskyldurnar fengu ekkert. Í stuttu máli var niðurstaðan á tvo vegu, að afskrifa hjá þeim sem óvarlegast höfðu farið fyrir hrun, meðan hinir varfærnu fengu ekkert og að gera bönkum fært að rukka örlítið lengur þá sem hættir voru að borga!

Það er ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki ríkisstjórn fólksins og ekki heldur fyrirtækjanna. Þetta er ríkistjórn fjármálafyrirtækjanna, það eru þau sem hafa tögl og haldir á stjórnarheimilinu!

Ósamtaða og skærur innan stjórnarflokkanna og milli þeirra hefur einkennt samstarf stjórnarflokkanna. Þetta hefur leitt til þess að sumum þingmönnum stjónarliðsins hefur ofboðið og yfirgefið ríkisstjórnina. Nú hefur hún eins atkvæðis meirihluta og þarf að treysta á náð og miskun stjórnarandstöðunnar. Að vísu bendir sífellt fleira til þess að stjórnarflokkarnir séu orðnir þrír, að Hreifingin hafi ákveðið að slökkva á heila sínum, til hjálpar ríkisstjórninni!

Það mun leitun að því lýðræðisríki þar sem stjórnvöld sitja áfram eftir að hafa lagt verk sín þrisvar í kosningu þjóðarinnar. Einu sinni fengið háungslega útkomu og algera höfnun tvisvar. Það er einnig leitun að líðræðisríki þar sem ríkisstjórn situr áfram eftir fimm dóma Hæstaréttar, á ólögmæta löggjöf og ólögmæta stjórnun.

Það þarf þó ekki að leit að því lýðræðisríki þar sem ríkisstjórn situr eftir að hafa sætt bæði niðurlægingu og höfnun í þrem þjóðaratkvæðagreiðslum samfara fimm dómum Hæstaréttar. Það lýðræðisríki er ekki til nema hér norður í Atlantshafi og heitir Ísland!!

Ríkisstjórnin hefur fyrir löngu ritað eiginn dauðadóm, hann var ritaður strax eftir síðustu Alþingiskosningar. Síðan hefur hún staðfest þennan dauðadóm aftur og aftur, en neitar að framfylgja eiginn dóm. Ríkisstjórnin neitar að viðurkenna eiginn dauða!

Hvar í fjandnum er stjórnarandstaðan?!! Er hún líka heiladauð?!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gunnar,það er löngu búið að auglýsa eftir Stjórnarandstöðunni,hún hefur því miður ekki fundist í þingsölum en sem komið er..

Vilhjálmur Stefánsson, 22.2.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband