Máttarstólpar þjóðfélagsins ?
21.2.2012 | 21:51
Samkvæmt þessari frétt, sem þó er um margt undarleg, má álykta að máttarstólpar þjóðfélagsins séu loks fundnir. Þeir eru; Jón Ásgeir Jóhannesson verslunarmaður og braskari, Magnús Kristinsson útgerðamaður og braskari, Ólafur Ólafsson kenndur við Samskip og braskari og síðast en ekki síst Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður og braskari. Samanlagt hafa þessir fjórir menn fengið meiri niðurfellingu hjá bankakerfinu en sem nemur leiðréttingum og niðurfærslum til allra fjölskyldna landsins. Því hljóta þessir menn að teljast máttarstólpar þjóðfélagsins, að minnsta kosti í hugum þeirra sem bankakerfinu stjórna.
En það er þó annað við þessa frétt sem fer óendanlega í taugar mér. Þar er talað um að fjölskyldur landsins hafi fengið niðurfelld lán fyrir tæpar 200 milljarða króna. Staðreyndin er hins vegar að niðurfellingar eru einungis innan við 30 milljarðar, hitt eru leiðréttingar vegna ólöglegra lána. Það er helvíti hart að fréttamenn skuli ekki geta komið þesari einföldu staðreynd í hausinn á sér, að þeir skuli trekk í trekk falla í þá gryfju að láta mata sig á bulli og færa það bull óskoðað til landsmanna!
Varðandi niðurfellingu "máttarstólpanna" þá er ekki um neina leiðréttingu vegna ólöglegra lána að ræða þar, heldur beina niðurfellingu lána. Því má segja að hver þessara fjögurra manna hafi fengið meira niðurfellt af sínum skuldum en allar fjölskyldur landsins samanlagt, nema kannski Guðmundur í Brim, enda var þetta einungis "froða", að hans mati, og því ekki vert að tala um hana!
Þjóðfélagið er sjúkt og stjórnvöld halda við þeim sjúkleika og bæta heldur í hann. Það voru stjórnvöld sem stóðu með bankakerfinu gegn fjölskyldum landsins.
Burt með þessa skaðræðisstjórn sem skirrist ekki við að brjóta landslög, aftur og aftur! Þetta eru lögbrjótar sem ekki eiga að fá að sitja einum degi lengur á Alþingi. Það sæmir ekki lýðræðsþjóðfélagi að lögbrjótar fái að stjórna!!
750 milljarðar felldir niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já varðandi þessar afskriftartölur til heimilana er þá ekki hægt að fá að vita hversu mikið af þessum afskriftum eru vegna yfirtöku eigna...
Ríkisstjórnin er búin að flækja og velta þessu mikla vandamáli á undan sér og meira að segja búin að segja að það verði ekkert meira gert fyrir skuldug heimilin og jafnvel gefa það í skyn að þeir sem að í erfiðleikunum eru séu í þeim vegna þess að fólk fór óvarlega...
Mér finnst Ríkisstjórnin vera svo gjörsamlega búin að drulla upp á bak varðandi skjaldborgina sem hún lofaði í þessu máli sem er svo stórt og mikilvægt fyrir samfélagið allt saman að hún verður að segja af sér....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.2.2012 kl. 00:09
Leiðréttingar vegna gengistryggðu lánanna eiga eftir að þurfa að vera að minnsta kosti 180 milljarðar í viðbót.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2012 kl. 05:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.