Fylgjast með með lokuð augu
9.2.2012 | 07:25
Vísbendingarnar eru til staðar, þó FÍB hafi að sjálfsögðu ekki gögn um slíkt.
Það er gott að Samkeppnisstofnun skuli fylgjast með þessu grímulausa verðsamráði olíufélaganna. Betra væri þó að starfsmenn stofnunarinnar opnuðu augu sín, þá væri væntanlega skammt að bíða aðgerða.
Eftirfylgni er ágæt, en skilar engu þegar þeir sem fylgst er með eru löngu búnir að átta sig á að lengra nær það ekki. Einungis fylgst með, með lokuðum augum. Ekkert frekara gert.
Því haga olíufyrirtækin sér eins og svínin í Animal Farm.
Samkeppnisstofnun á að sjá til þess að ekki sé um verðsamráð að ræða, innan viðkomandi geira. Einhverra hluta vegna telur stofnunin það vera meginviðfangsefni sitt í þeirri baráttu að koma í veg fyrir að neytendur geti séð verð þeirrar vöru sem þeir kaupa og banna því verðmerkingar á matvörum. Hillupláss í verslunum er stofnuninni einnig hugleikið og í nafni samkeppnis skal enginn geta fengið umfram annan hillupláss í einhverjum ótilteknum gæðahillum. Vel er fylgst með þessu og fyrirtæki umsvifalaust sektuð ef slíkt gerist. Vandi verslana er kannski helst sá að hafa ekki skilgreiningu á hvaða hillur þeirra teljast gæðahillur og hverjar ekki.
En þegar kemur að grímulausu verðsamráði olíufélaga er lítið gert annað en fylgjast með og það með lokuðum augum. Í krafti þessa verðsamráðs hafa olíufélögin náð að hækka eigin álagningu meira en góðu hófi gegnir, enda sýna efnahagsreikningar þessara fyrirtækja að svo er, svo ekki verður um villst!
Það er vísbending að verðmismunur mlli félaganna er svo lítill að engu skiptir hvar verslað er, engin ástæða til að leita sér upplýsinga um hvar verðið er lægst, enda ágóðinn af þeim aurum fljótur að fara ef lögð er vinna í að finna ódýrasta verðið.
Það er vísbending að þegar eitt olíufélag hækkar verð hjá sér, hækka öll hin áður en dagurinn er úti, reyndar er sá tími sem líður milli hækkana félaganna sífellt að styttast og orðinn örfáir klukkutímar.
Þetta eru vísbendingar, það er svo samkeppnisstofnunar að finna gögnin sem sanna þetta, ekki FÍB eða einhverra bloggara.
Olíufélögin til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Danmörku er 20 til 30 krónur reiknað í íslenskum munurinn á hæsta og lægsta lítraverði á oliu og bensíni í samkeppinni þar hjá frændum vorum.
Á Íslandi eru fjölmiðlar að segja okkur almenningi oft í mánuði frá 2 til 4 króna samkeppni olufélaganna hér á Fróni á lítraverðinu vá vá ég er tómur vantar fyllingu. Afhverju fá oliufélögin fríar auglýsingar í gegnum svona fréttaflutning?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 08:19
Svo er Samkeppniseftirlitið svo liðlegt við Olíufélögin og lætur þá vita tímanlega af rannsókn svo að þeir geti nú eytt gögnum og tölvupóstum. Hvenær ætla eftirlitsstofnanir að hætta að láta menn vita fyrirfram af rannsóknum í fjölmiðlum.
Vignir (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 09:19
Páll Gunnar Pálsson,fyrrum forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins og núverandi Forstöðumaður Samkeppnisstofnunar og undirhali Valgerðar Sverrisdóttur , fyrrum ráðherra, er vanhæfur embættismaður. Páll þykist ætla að skoða þetta mál. !
Númi (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.