Orsök verðbólgunnar
29.1.2012 | 15:23
Menn hafa verið duglegir að tjá sína greiningu á orsök verðbólgunnar. Styrmir Gunnarsson tjáir sig um þetta málefni og kemst að þeirri niðurstöðu að orsökin sé alfarið kjarasamningum síðasta vor að kenna. Frekar barnaleg og einföd skýring og gjörsamlega úr takt við raunveruleikann.
Í síðustu kjarasamningum var reynt að leiðrétta að hluta þá kjaraskerðingu sem launafólk hafði orðið fyrir við og eftir hrun bankanna. Niðurstaða samningana, eftir að forseti ASÍ hafði gengið atvinnurekendum á hönd, var að einungis væri hægt að leiðrétta þessa skerðingu að hluta, litlum hluta. Jafnvel þó svo litlar launahækkanir kæmu út úr samningunum, sem raun bar vitni, kom skýrt fram hjá atvinnurekendum að þetta væri þeim um of og ef ekkert annað kæmi til myndi þetta skla sér út í verðlagið með aukinni verðbólgu. Menn voru meðvitaðir að sú sultarhækun sem launþegum var ætlað gæti sett verðbólguna af stað.
Því komu stjórnvöld til sögunnar og lofuðu aðgerðum til hjálpar fyrirtækjum landsins. Að þau gætu tekið á sig þessa auknu byrgði án þess að velta henni út í verðlagið. Skemmst er frá að segja að ekkert af viti hefur komið frá stjórnvöldum til hálpar fyrirtækjum, þvert á móti eru skattar enn hækkaðir!
Orsök verðbólgunar má því nánast alla srifa á núverandi stjórnvöld. Verðbólgan nú er komin af stað fyrst og fremst vegna hækkuar gjaldskár ríkis og bæja. Sveitafélög neyðast til að hækka sínar gjaldskrár vegna sí minnkandi fjárframlaga frá ríkinu til grunstarfseminnar. Þá er eldsneytisverð stór hluti þessarar hækkunar verðbólgu. Að hluta til vegna erlendra hækkana en að stæðstum hluta vegna aukinar skattheimtu ríkissins.
Aukinn launakostnaður er einungis örlítið brot þessarar hækkunnar verðbólgu og á rætur sínar að rekja til svika stjórnvalda. Að minnsta kosti gefa þær launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum síðasta vor ekki ástæðu til að óttast verðbólgu, hvað sem um laun sjáltökufólksins segir. Þar á bæ virðist allt vera komið á sama flug og fyrir hrun!
Þá er ljóst að einfaldur reikningur, sem Styrmir kann alveg örugglega, afsannar hans kenningu. Laun eru mismunandi stór hluti í rekstri fyrirtækja, allt fá örfáum prósentum að nokkrum tuga prósenta. Ef við verðum rausnaleg og segjum að 50% af rekstri fyrirtækja snúi að launagreiðslum er ljóst að sú launahækkun sem samið var um í vor nær ekki að dekka þá verðbólgu sem nú er. Þá er miðað við að öll fyrirtæki hefðu þurft að velta öllum launakosnaði sínum út í hagkerfið, en auðvitað eru mörg fyrirtæki ágætlega rekin og geta tekið á sig þessa lúsarhækkun sem samningarnir gáfu, sérstaklega fyrirtæki í útflutningi.
Það hefur alla tíð verið lenska að kenna launþegum um það sem miður fer, ef hagstjórn er ekki í lagi, er það launþegum að kena, þegar bankakerfið hrynur, er það launþegum að kenna. Og nú á að kenna launþegum um svik ríkisstjórnarinar!!
Hvernig væri að menn færu nú einu sinni að haga sér eins og fullorðið fólk, en ekki eins og krakkar í sandkassa!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.