Hvar sjást þau merki ?
28.1.2012 | 23:50
Odnný er fljót að læra, henni hefur á einum mánuði tekist að tileinka sér ósiði fyrrirrennara síns, lygar og pretti!!
Hún talar um meiri hagvöxt og vísar til áætlana. Áætlun getur ekki verið marktæk, einungis raunveruleikinn. Þó einhver aukning hafi orðið á hagvexti undir lok síðasta árs, er sá hagvöxtur einungis tálsýn, hann byggist á aukinni neyslu sem oftar en ekki er tekinn að láni gegnum krditkort. Engin aukin framleiðsla hefur orðið og enginn aukinn útflutningur. Því ætti Oddný frekar að óttast þennan hagvöxt en að mæra hann.
Atvinnuleysi mælist nú 1% minna en áður. Mæling þeirra sem sækja sér atvinnuleysisbætur segir ekkert um ástandið á vinnumarkaði. Það gerir fjöldi starfa hins vegar og víst er að ekki hefur störfum fjölgað, þeim hefur hins vegar fækkað verulega. Flótti fólks frá landinu er í hæðstu hæðum og sífellt fleiri eru komnir í þá stöðu að detta af atvinnuleysisbótum. Þetta tvennt er orsök þess 1% sem Oddný talar um, ætti í raun að vera nokkuð hærri prósenta, en þar sem sífellt fleiri fyrirtæki eru að leggja upp laupana, er þessi tala einungis 1%.
Oddný hampar meintri kaupmáttaraukningu. Með reiknikúnstum hefur tekist að segja að kaupmáttur hafi aukist um 3,7% á einu ári. Þetta kemur fyrst og fremst til af því að sjálftökufólkið er komið á fulla ferð. Þar hækka laun sem aldrei fyrr. Þá hefur afnám laga um lækkun og frystingu launa ríkisforstjóra áhrif á þennan útreikning. Við aumingjarnir, sem þurfum að sæta því að fá laun samkvæmt kjarasamningum, erum nú um þessi mánaðarmót að fá skitna 3,5% launahækkun meðan verðbólga mælist 6,5%. Það er öll kaupmáttaraukning okkar, hún er mínus 3%!!
Oddný telur atvinnuleysi vera enn nokkuð hátt, merkileg uppgvötun hjá henni! Þá segir hún að atvinnuleysið sé og verði áfram forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Allir vita hvert forgangsverkefni Samfylkingar er og þá um leið ríkisstjórnarinnar, það er allt annað en að auka atvinnu. Þvert á móti hefur verið markvisst unnið gegn allri atvinnuuppbyggingu!
Lygar og svik hafa aldrei verið talin til gæfu, það ætti Oddný aðeins að spá í. Þó fyrirrennari hennar hafi haft þau gildi að leiðarljósi, er ekki þar með sagt að hún þurfi að halda uppi því merki!!
Merki um batnandi hag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einn liður í áróðri stjórnvalda að ljúga og ljúga þangað til fólk fer að trúa.Þannig virkar kommúnismi.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 29.1.2012 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.