IPA styrkir - innleiðing ósóma ESB
25.1.2012 | 06:05
Þingsályktunartillaga um innleiðingu IPA styrki ESB var lögð fyrir Alþingi í dag. Það er margt undarlegt í þessari tillögu, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.
Fyrir það fyrsta þá er gert ráð fyrir því að þeir sem taka að sér verkefni samkvæmt þessum styrkjum verði kallaðir verktakar ESB. Það segir að þau verkefni sem styrkjunum er ætlað að greiða fyrir, eru í raun verkefni fyrir ESB, ekki eins og haldið hefur verið fram, verkefni sem ætlað er að auðvelda Íslandi að breyta því sem breyta þarf í stjórnsýslunni. Þetta eru því styrkir sem fyrst og fremst eru ætlaðir til að breyta hér því sem ESB telur að þurfi að breyta, undir þeirra stjórn og í þeirra nafni.
Þá er reiknað með því að þeir verktakar ESB sem vinna samkvæmt styrkjakerfinu, séu undanþegnir öllum sköttum og gjöldum hér á landi. Þetta á þó aðeins við þá verktaka sem ekki eiga lögheimili hér á landi. Íslenskir verktakar sem hugsanlega taka verkefni að sér samkvæmt samningnum eru ekki undanþegnir þessum sköttum. Þetta gerir íslenskum verktökum mun erfiðara að bjóða í verkin en þeim erlendu.
Þá er gert ráð fyrir að öll aðföng vegna fræmkvæmda samninga verði undanþegin sköttum og gjöldum.
Allir erlendir starfsmenn sem að framkvæmd samninga á vegum IPA styrkja, skulu njóta sömu kjara og diplómatar, þó ekki diplómatískra réttinda.
Að lokum mun ESB njóta friðhelgi gagnvart íslenskum dómstólum, ef einhver ágreiningmál koma upp vegna framkvæmda samningsins.
Það verður ekki annað séð en þessi samningur sé í raun innleiðing á þeim sóðaskap sem einkennir störf og rekstur ESB, skattaívilnanir og friðhelgi gagnvart gestgjöfum sínum!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.