Hvaða uppgjör ?
20.1.2012 | 23:00
Á miðöldum þótti við hæfi að hengja einhvern eða brenna, þegar illa áraði. Þetta var einnig notað þegar valdhafar gerðu eitthvað misgott af sér, þá var einhver fundinn til að hengja og allir urðu sælir og ánægðir á eftir. Sjaldnast voru þó þeir sem sökina báru látnir gjalda þess, heldur einhver annar. Að þessu stóð kirkjan lengi vel ásamt konungbornum valdhöfum.
Nú vilja sumir kjörnir fulltrúar á hinu íslenska þjóðþingi endurvekja þessa óværu, sem allir héldu að heyrði orðið sögunni til. Þeir vilja hvítþvo sjálfa sig með því að hengja einn mann.
Það er ekkert uppgjör fólgið í því að ákæra einn fyrrverandi þingmann og ráðherra. Uppgjör verður einungis til með því að þingmenn skoði sinn eigin barm og bæti úr því sem þeir hafa misgert. Að Alþingi taki sig á í sínum vinnubrögðum og bæti það sem aflaga fór. Því miður er lítill vilji til þess og alls enginn hjá núverandi valdhöfum. Dagurinn í dag á þingi sannar það!!
Þór Saari var kjörinn á Alþingi til að koma þessum skilaboðum á framfæri, ekki til að hengja einn mann og segja síðan að nú sé allt orðið gott, að nú sé búið að gera upp hrunið, með því að hengja einn mann!!
Hvenig geta þeir sem nú sitja í ráðherrastól og sátu þar einnig fyrir hrun, dæmt einn af fyrrverandi samstarfsmanni sínum, en sagt um leið að þeir sjálfir séu saklausir? Hvernig geta Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson sagst vera saklaus meðan þau ákæra Geir Haarde?
Og hvernig geta ráðherrar núverandi ríkisstjórnar ákært Geir Haarde, þegar flestir eða allir þeirra hafa sjálfir gerst brotlegri gegn þingi og þjóð, síðustu tæpu þrjú ár, en upp er talið í ákærunni á hendur honum?
Þór Saari, sem kosinn var á þing til að breyta þar vinnubrögðum til betri vegar, hefur nú fallið í sömu gryfju og þeir sem hann átti að leiðbeina. Hann er kominn niður á sama lága planið og margir þingmenn hafa verið!!
Skyldi þetta vera árangur þeirra funda sem hann sat með Jóhönnu og Steingrími, milli jóla og nýárs?
![]() |
Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Það er ekkert uppgjör fólgið í því að ákæra einn fyrrverandi þingmann og ráðherra."
Skýrslur munu settar í salt, vitni á ís og sagnfræðingar munu komast að hinu óhjákvæmilega eftir nokkur hundruð ár:
Að Geir var hin óttalegasta gunga sem ekki þorði að standa í lappirnar gagnvart guði sínum, Davíð. Og þaðan af síður fyrir dómi.
En afkomendur hans verða þá kenndir við Gungu. Þannig er sagan - og verður - í munnmælum. Og þau verða rituð, munnmælin, hjá Sagnaþjóðinni.
Þökk sé Sjálfstæðismönnum vorra tíma. Sem allt vilja fremur forðast en að standa eiðsvarnir fyrir dómi. Jafnvel þótt það gæti hreinsað Geirsgreyið fá Gungustimplinum.
Vont hlýtur að vera að eiga svona vini...!
Badu (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 23:46
Badu Þökk sé samspillingarþingmönnum sem greiddu athvæði með því að Geir skyldi einn ákærður en þeirra samflokksmönnum sleppt ásamt Árna Mathiesen þeir nefnilega settust í dómarasæti götunnar og eyðilögðu málið, það var ekki við öðru að búast af þessum mannleysum þau eiga ekkert erindi á alþingi né í stjórnkerfið yfir höfuð. Afstaða þeirra þingmanna sem vildu ákæra alla eða engan er virðingarverð, ef einhver var ákærður var réttast að það væru þau öll og dómstólar látnir skera úr um sekt eða sakleysi en þegar þessir 4 eða 5 samspillingarþingmenn settust í dómarasætið þá klúðruðu þau málinu og felldu í raun dóma yfir sjálfum sér.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 00:38
Kannt þú nokkra skýringu á því Kristján hvers vegna Atlanefndin komst að að þeirri niðurstöðu að hafa ekki Jóhannu og Össsur á listanum þeirra?
Landfari, 22.1.2012 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.