Selja fyrst og þjóðnýta svo

Það er misjafnt hvað fólk telur til siðferðis. VG liðar hafa haldið því sterkt á lofti að siðferðið hafi brostið í stjórnsýslunni, fyrir hrun. Það er margt til í því, en hverskonar siðferði er það þegar fyrirtæki í eigu ríkissins eru seld, að ætla siðan að þjóðnýta þau.

Steingrímur J, formaður VG, stóð að því að selja stórann hlut af þeim bönkum sem reistir voru af ríkinu á rústum hrunbankanna. Hann hefur nýlega sagt að til greina komi að selja enn stærri hlut ríkisins í þessum nýju bönkum og Landsbankinn er klár með að setja stórann hlut á almennan hlutabréfamarkað. Nú vilja flokkssystkyni Steingríms að þessir bankar verði þjóðnýttir!!

Það skal engan undra þó erfiðlega gangi að fá erlenda fjárfesta til landsins. Þeir skoða stjórnmálaástandið í þeim löndum sem þeir vilja koma til. Þegar stjórnmálaflokkur þess ráðherra sem stendur að sölu fjármálafyrirtækja úr eigu ríkissjóðs, krefst að sömu fyrirtæki verði aftur þjóðnýtt, kippa menn að sér höndum. Það kærir sig enginn um að eiga eignir í landi sem lýtur slíkri stjórn.

Um sölu Steingríms á bönkunum er margt hægt að segja og ekki að sjá að hann hafi lært mikið af hruninu. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hann stóð einn og óvaldaður að þeirri sölu og hún er staðreynd. Að ætla síðan að þjóðnýta þá, er auðvitað út í hött, jafnvel þó salan hafi verið stór slys og utan allrar skynsemi.

Ef ég seldi íbúð mína og ætlaði síðan að krefjast hennar aftur, yrði hlegið að mér. Það væri einnig hægt að hlægja að VG, ef þeir væru ekki búnir að sýna að þeir svífast einskis. Því er þessi samþykkt, ef af verður, stór hættuleg. Það er aldrei að vita nema þingmenn og ráðherrar flokksins fari að hlusta á flokksfélaga sína.

Það er jú farið að nálgast kosningar!!

 


mbl.is VG skoðar þjóðnýtingu fjármálastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband