Veikt aldrað fólk á ekki heima á sjúkrahúsum. Hvar þá?

Guðbjartur Hannesson sagði að aldraðir ættu ekki að vera í langtímaplássum á sjúkrahúsum. 

Nú er það svo að aldrað fólk er ekki lagt inn á sjúkrahús nema það sé veikt, frekar en annað fólk. Sumt verður langveikt og dvelur því langtímum saman á sjúkrahúsum. Nú skal þetta lagt af og þá vaknar spurning, hvar á það fólk að vera?

Dvalarheimili aldraða er eins og nafnið bendir til, dvalarheimili. Þau voru byggð svo fólk gæti eytt ævikvöldinu áhyggjulaust. Þau voru byggð fyrir aldrað fólk sem vildi búa síðust ár sín í skjóli og innanum fólk á svipuðu reki. Dvalarheimili aldraðra voru aldrei hugsuð sem sjúkrastofnanir.

En þróunin hefur orðið önnur. Dvalarheimilin fá stórann hluta af sínu rekstrarfé frá ríkinu. Um nokkurra ára skeið hefur verið greitt fyrir hvert rými, en greiðslan hefur verið mismunandi. Greitt hefur verið meira fyrir svokölluð sjúkrarými en minna fyrir dvalarrými. Þetta hefur að sjálfsögðu orðið til þess að rekstraraðilar dvalarheimila hafa freistast til að fjölga hjá sér sjúkrarýmum á kostnað dvalarrýma. Oftar en ekki hefur þessi breyting farið fram með þeim hætti að litlu er breytt öðru en nafninu.

Við þann niðurskurð sem orðið hefur undanfarið, hefur þessi tilhneiging aukist. Ríkið ákveður niðurskurð á sínum fjárframlögum og þar er greiðsla til dvalarrýma skorin meira niður en sjúkrarýma. Þetta er slæm þróun, en henni hefur markvisst verið stjórnað af hálfu ríkisins. Nú er ástandið orðið þannig að nánast útilokað er fyrir eldra fólk að komast á dvalarheimili nema það sé fársjúkt og geti ekki hugsað um sig sjálft og jafnvel þannig ástand dugir ekki til.

Nú telur heilbrigðisráðherra þróunin vera komna það langt að ekki sé lengur þörf á séstakri deild fyrir aldraða á sjúkrahúsum landsins!

Guðbjartur, eins og allir landsmenn, ætti að spyrja sig þeirrar spurninga hvort hann sé tilbúinn í sinni elli, að dvelja á dvalarheimili aldraðra við aðstæður sem ekki eru sambærilegar og á sjúkrahúsum, á stofnun sem hefur að vísu í flestum tilfellum frábært starfsfólk en þó engann fastann starfandi lækni á staðnum, ef hann mun eiga við heilsufarsvanda að stríða síðustu ár sinnar ævi. Hvort hann sé tilbúinn að fórna því öryggi sem sjúkrahús veita, með allri sinni tækni og læknum á staðnum allan sólahringinn, í stað stofnunar sem ætluð er fólki til dvalar í sinni elli, þar sem kalltími læknis getur verið nokkur og sjúkrabíls enn lengri. 

Þá má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að með þessari eðlisbreytingu dvalarheimilanna í sjúkraheimili, er því fólki sem hefði hugsað sér að dvelja á slíkum stofnunum sitt ævikvöld, gert erfiðara og nánast útilokað að komast inn. 

Því hefur verið haldið fram, einkum af hálfu þeirra sem vilja hafa vitið fyrir landanum, að mun heppilegra sé fyrir fólk að eyða ævikvöldinu á eigin heimili, að það búi sem lengst í eigin húsnæði. Í einhverjum tilfellum getur þetta verið rétt, en flestum rangt. Margt eldra fólk býr í dýru húsnæði og þarf að leggja í mikinn kosnað við viðhald þess, auk allra skatta og gjalda sem það þarf að greiða. Auðvitað má segja að fólk geti bara selt og keypt sér minna, en það er þá ekki lengur "eigið" húsnæði. Þá er fólk komið á nýjan stað með nýja nágranna og oftar en ekki mun einangraðra en áður. Þá eru margir sem vilja einfaldlega hafa það náðugt og áhyggjulaust, fólk sem vill gjarnan vera innanum fólk á svipuðum aldri, oft á tíðum gamla vinnufélaga. Það er margt eldra fólk sem sækir í þann félagsskap sem dvalarheimilin buðu upp á. Nú er lítið þangað að sækja, þar sem búið er að fylla dvalarheimilin af sjúklingum. Aldrað fólk sem býr í eigin húsnæði er aftar en ekki mun einangraðra en það sem býr á dvalarheimili.

Dvalarheimili aldraðar á að vera heimili sem aldrað og fullfrískt fólk getur dvalið á, á sínu ævikvöldi, sjúkrahúsin eiga að vera fyrir sjúklinga, hvort heldur er skammtíma eða langtíma sjúklinga er að æða og hver sem aldur þess er.

Í þessu liggur munurinn á dvalarheimili og sjúkrahúsi, eins og nöfnin bera með sér.

 


mbl.is Ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór á fundinn með "velferðarráðherra" um daginn, og hann virðist vera alveg úti að aka í þessum málum. Hvers vegna segi ég það, jú vegna þess að hann sagðist þess fullviss að þjónusta við þennan hóp mundi ekki skerðast, hvernig má það vera, þegar búið er að loka þessari deild, sem er ekki bara langlegudeild heldur einnig fyrir hvíldarinnlagnir og endurhæfingu. Hann sagði líka að fólkið þar ætti bara að fara uppá Höfða og inná lyflækningadeild, honum var bent á að einn þriðji íbúa á höfða þyrftu að deyja til að þetta fólk kæmist þar inn. Einnig að það væri glapræði að fara með þetta fólk og henda því inná lyflækningadeild, þar sem legurýmið er auk þess helmingi dýrara. Hann kaus að leiða þessar upplýsingar/spurnignar hjá sér eins og margar fleiri. Svo má ekki gleyma því að á E-deildinni vinnur hópur af mjög góðum sérhæfðum starfsmönnun sem á að fórna.

Ég er afar ósátt við Guðbjart og fannst synd og skömm að hann skyldi ekki geta boðið langlegusjúklingunum sem þarna eru viðunandi lausn sinna mála, fyrst loka á deildinni. Hafi hann skömm fyrir !

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband