Galdrabrennur nútíðar
16.1.2012 | 09:01
Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur að undirlægi kirkjunnar. Þetta er svartur blettur á mannkynssögunni. Lengi vel reyndi kirkjan að sverja af sér sinn þátt í þessum hildarleik en sannleikurinn hefur þann eiginleika að koma alltaf fram um síðir.
Nú eru hafnar svipaðar aðfarir hér upp á Íslandi, en nú stendur kirkjan ekki að baki, heldur einn stjórnmálaflokkur. Kannski mun þetta einnig komast í sögubækur framtíðar, sem svartur blettur á þjóðinni.
Það vita allir að landsdómur var kallaður saman að undirlægji VG, einkum Steingríms Sigfússonar. Hvort það var gjaldið fyrir að hleypa Samfylkingunni af stað með ESB umsókn skal ekki dæmt hér. Sá sannleikur mun kom fram, þó síðar verði.
Í upphafi átti að hengja fjóra þingmenn, tvo úr Sjálfstæðisflokki og tvo úr Samfylkingu. Því miður náði Steingrímur ekki til höfuðandstæðing síns í gegnum landsdóm, þar sem sá maður var embættismaður síðustu ár fyrir hrun.
Auðvitað voru stæðstu mistökin að ekki skildi allri hrunstjórninni stefnt fyrir landsdóm, en auðvitað gat Samfylking ekki samþykkt það. Þá hefðu þrír ráðherrar ríkisstjórnar Jóhönnu verið leiddir fyrir dóminn, m.a. hún sjálf. Þetta var því málamiðlun, Samfylking fórnaði tveim úr sínu liði svo hægt væri að benda á tvo úr liði Sjálfstæðisflokks. Það var lágt gjald til að koma ESB aðlögun á koppinn!
Skipuð var nefnd sem kom með rétta tillögu fyrir þingið og hún borin undir atkvæði. Með klæjum tókst að afbaka þá atkvæðagreiðslu og með því bjarga þeim sem átti að hengja úr liði Samfylkingar, úr snörunni. Því miður fyrir Steingrím, þá fylgdi annar Sjálfstæðismaðurinn með niður af hengingarpallinum og niðurstaðan að einungis einn stóð þar eftir með snöruna um hálsinn. Steingrímur átti bágt með að dylja vonbrigði sín í fjölmiðlum, eftir atkvæðagreiðsuna. Samfylkingin hafði þarna snúið á hann og í stað fjögurr fórnarlamba, fékk hann einungis eitt.
En Samfylking kættist og nú var allur efi um landsdóm farinn úr þeirra huga. Þeim hafði tekist að bjarga sínu fólki og því hægt að standa að baki Steingrími í málinu. Og nú launa þeir greiðann með því að hjálpa til við að koma tillögu um afturköllun kærunnar á hendi þess eina sem eftir stóð, frá með klækjum og vissulega hafa klækir komið Samfylkingunni langt.
Lögin um landsdóm eru gömul og úrelt, auk þess sem víða er þar vísað til annara laga. Því er dómurinn nær óstarfhæfur, þar sem hin gömlu úreltu lög um hann stangast á við þá löggjöf sem við búum við í dag. Hvort þörf sé á sérstöku dómsstigi fyrir þingmenn og ráðherra, eða hvort þeir eigi að svara til saka fyrir sama dómskerfi og aðrir landsmenn þurfa að lúta, er hægt að deila um. Þetta er skýrt merki þeirrar stéttaskiptingar sem fyrr á öldum réðu ríkjum og sumir vilja halda í. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu að slíkur dómur eigi rétt á sér, að viðhalda þurfi séttaskiptingunni, þarf að endurskoða lagaumhverfi dómsins. Fyrr er hann ekki starfhæfur.
Auðvitað þarf það fólk sem stóð í brúnni að svara til saka um gerðir sínar. Hvort það er fyrir dómstólum eða landsmönnum er svo annað mál. Hvaða gagn mun það hafa fyrir land og þjóð þó einn ráherra verði dreginn fyrir dómstóla? Mun það minnka atvinnuleysið? Mun það lækka skuldir okkar? Mun það auka tiltrú fólks stjórnmálamönnum? Nei aldeilis ekki og sérstaklega ekki þegar tveir úr sömu hrunstjórn eru enn í stólum ráðherra. Þeir tveir voru einmitt beinir þáttakendur í ákvörðunum stjórnvalda fyrir hrun og bera því mikla ábyrgð.
Annar þeirra er nú forsætisráðherra, merkilegt nokk. Henni tókst að hvítþvo sig fyrir kosningar vorið eftir hrun, enda vön slíkum þvætti. Hefur stundað hann í meir en 30 ár.
Hinn er utanríkisráðherra, en hann kastaði af sér allri ábyrgð með því að segjast ekki hafa hundsvit á fjármálum!! Það er ekki ólíklegt að honum hafi ratast rétt orð í munn, en hvernig í ósköpunum komst hann þá á þing aftur og kannski enn stærri spurning, hvernig getur hann þá verið einn valdamest ráðherra nú. Maður sem ekki hefur hundsvit á peningum á ekkert erindi á þing og enn minna í ríkisstjórn. Þetta hundsvit hans gat þó sagt honum að selja hlutabréf á réttum tím og færa þannig tapið af sér yfir á aðra!!
Landsdómsmálið er stjórnmálaofsókn, framin af Steingrími J Sigfússyni. Hann mun verða dæmdur af því máli. Þáttur Samfylkingar í málinu er einungis til nota í viðskipum, kaup kaups. Þeir óttast auðvitað að ef ákæran verði dregin til baka muni Steingrímur draga stuðning sinn við ESB aðlögun til baka. Því rær Samfylkingin nú lífróður til hjálpar Steingrími J Sigfússyni.
Reyna að stöðva umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi aðför að Geir Haarde einum af þeim fjórum sem nefndir voru til sögunnar er einn svartasti blettur á réttarfari Íslands frá upphafi Íslandssögunnar og er þó af nógu að taka. Samfylkingin bjargaði sínu fólki og eftir stóð Geir einn með "glæpinn". Það er svívirðilegt að ekki skuli vera búið að draga til baka ásakanir á hendur honum.
corvus corax, 16.1.2012 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.