Er náttúran að fara illa með Svandísi ?
12.1.2012 | 17:36
Það er skyld okkar að sjá svo um að nytjastofnar séu ekki ofnýttir og einnig skylda okkar að nýta þá að skynsömu marki.
Þegar grunur vaknar um að nytjastofn eigi erfitt uppdráttar á vissulega að taka í taumana, ef hægt er og gera þær ráðstafanir sem tiltækar eru.
Hver orsök þess að svartfugl á erfitt uppdráttar á suður og vesturlandi er ekki vitað, en nefnd hafa verið atriði eins og minna af fæði í sjónum og hlýnun sjávar. Hvoru tveggja þessara atriða getum við þó ekki stjórnað.
Ef ástæðan er minna æti, er auðvitað kolrangt að friða fuglinn. Þá verða fleiri fuglar um minna fæði.
Ef ástæðan er hlýnun sjávar, sem fréttir af mikilli fjölgun fugla í Drangey á Skagafirði bend sterklega til, er einnig rangt að friða hann. Það mun leiða til allt of mikillar fjölgunar á fugli á of litlu svæði.
Allir eru sammála um að veiðar og eggjatínsla hefur lítil áhrif á viðkomu svartfugls, enda nýting hans nú hverfandi miðað við hver hún var á árum og öldum áður.
Það hefur aldrei skilað árangri að láta kreddur ráða för, rannsóknir og ákvarðanataka út frá þeim eru alltaf skynsamlegasta aðferðin. Vel má þó hugsa sér að friða fuglinn á viðkvæmustu svæðunum meðan rannsóknir fara fram, en að setja á alsherjarfriðun um allt land til fimm ára, er allt of langt gengið! Þá eru einhver önnur sjónarmið að baki en fagleg!!
Það sem bændur horfa fyrst og fremst til á haustin, þegar þeir ákveða hversu mörg lömb þeir ætla að setja á, er hver heyfengurinn sumarsins var. Ef slæmt sumar hefur verið og heyfengur í minna lagi, eru færri lömb sett á. Ef Svandís væri fjárbóndi mætti gera ráð fyrir að hún myndi setja hvert einasta lamb á að hausti, ef hún væri ekki klár á því hver heyfengur sumarsins var eða teldi hann í minna lagi!
Friðun, hverju nafni sem hún nefnist, er nauðsynleg aðgerð, en þó einungis ef hún ber árangur. Það er vandmeðfarið valdið og þeir sem nota það að gáleysi og taka gerræðislegar ákvarðanir án staðreynda, taka ákvarðanir eftir öðrum gildum en faglegum, ættu ekki að hafa slíkt vald. Það grefur undan stjórnsýslunni og þar erum við nú þegar nógu neðarlega!
Það er daginum ljósara að ef þetta hrun svartfuglstofnsins er vegna minna fæðis í sjónum eða hlýnunar sjávar, kannski hvoru tveggja, er friðun einungis til óbóta. Sú friðun mun bitna á öðrum fuglum einnig, sem átt hafa erfitt uppdráttar, eins og kríunni.
Þá er einnig ljóst að ef þetta eru ástæðurnar, getum við lítið gert til bjargar. Það er nefnilega svo merkilegt að náttúran á það til að fara sínar eigin leiðir, hvað sem Svandís Svavarsdóttir segir!!
![]() |
Veiðibann eina siðlega viðbragðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sama skal yfir fugla ganga og menn, nefnilega kjörorð núsitjandi vinstrimanna "sæl er sameginleg eymd" þar sem að greinilega hafa margir fuglar sem svelta það miklu betra en færri fuglar sem lifðu vel.
Hrun þessara svartfuglastofna er ekker leyndarmál né þá heldur ástæða þess.
Makríll!
Makríllinn er að éta hvað mest á minnstu dýpi við SV vert landið og því éta í raun allt sem í hafinu er sem er minni en hann sjálfur.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 00:47
Þá er bara að veiða meiri makríl!
Gunnar Heiðarsson, 13.1.2012 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.