Kjarkleysi Samfylkingar opinberast enn og aftur

Framkvæmdarstjórn Samfylkingar samþykkir bókun gegn vilja flokkstjórnar. Þetta er merkilegt og lýsir þeirri baráttu sem er innan Samfylkingar. Flokkstjórnin er þó æðsta vald flokksins milli kosninga og getur því hæglega virt þessa samþykkt framkvæmdastjórnar að vettugi.

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingar, 30. des síðastliðinn, var borin upp krafa um landsfund á vori komanda. Þetta var liður í því að lægja þær öldur sem voru innan flokkstjórnar, en við lá að þær hefðu bundið enda á stjórnarsamstarfið. Allir vita hver kveikjan var að þeim deilum en kannski ekki eins margir sem höfðu áttað sig á þeirri ólgu sem innan flokksins kraumar. Snilli Jóhönnuarms innan flokksstjórnar var að fá samþykkt að tillögunni yrði vísað til framkvæmdastjórnar. Þau vissu að þar var stuðningurinn vís.

Rök formanns framkvæmdastjórnar eru léttvæg og reyndar í nokkurri þversögn. Þar er fyrst og fremst reynt eftir megni að rökstyðja fyrirfram gefna niðurstöðu. Sum rökin eru með þeim hætti að jafnvel fimm ára börn sem rífast í sandkassa mundu veigra sér við að grípa til slíkrar rökfærslu.

Fyrst og fremst er vitnað til laga flokksins, en samkvæmt skilgreinngu formanns framkvæmdastjórnar eru þau með þeim hætti að lítið sem ekkert er hægt að gera innan flokksins nema með margra mánaða fyrirvara. Það er spurning hvort flokkurinn megi, samkvæmt eigin lögum, taka þátt í kosningu til Alþingis, nema með hálfs árs fyrirvara. Hvort flokkurinn verði ekki að standa utan kosninga ef stjórnin verður felld af Alþingi á næstu dögum og boðað til kosninga samkvæmt lögum um þær.

Hið raunverulega í málinu er þó fyrst og fremst kjarkleysi Samfylkingar. Kjarkleysi til að taka á eigin vanda!

 


mbl.is Leggjast gegn landsfundi í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almenningur (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 11:12

2 identicon

Eins og sjá má af mynd með fréttinni hefur SANNLEIKURINN læst klónum í bakið á Jógrímu. Steingrímur er hins vegar þegar flúinn ofan í holu....þarf þá ekki opinberlega að svara fyrir ríkisfjármálaskandalinn sem ekki er hægt að prumpa niður lengur...

Ég (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband