Spurningaleikur Ögmundar

Ögmundur Jónasson segist ekki vera hrifinn af því þegar stjórnmálamenn hangi á völdum valdana vegna. Hann segir að spyrja verði gagnrýninna spurninga. Og hver er svo niðurstaða Ögmundar eftir slíkan spurningaleik við sjálfann sig?

Jú hann telur ekki vera efni til kosning og hann telur það fáráðnlegt að hugsa sér að andstæðingar hanns í pólitík fái að komast að.

Þessari niðurstöðu komst Ögmundur að, jafnvel þó þjóðin hafi gefið 60% þingmanna rauða spjaldið síðasta vetur, jafnvel þó ríkisstjórnin hafi ákveðið að hundsa niðurstöðu hæstaréttar í stjórnlagaþingskosningum, jafnvel þó fátæktin og örbyrgðin í landinu aukist dag frá degi, jafnvel þó fleiri og fleiri fjölskyldur séu reknar úr húsum sínum á götuna, jafnvel þó met sé slegið í gjaldþrotum fyrirtækja,  jafnvel þó nú stefni hraðbyr í að fólksflótti frá landinu jafnist á við hinn mikla landflótta sem hér varð undir lok 19. aldar og jafnvel þó hann sitji í tærri ESB ríkisstjórn sem leggur ofuráherslu á að koma þjóðinni undir hæl ESB.

Þegar ríkisstjórn hefur slíka afrekaskrá á sínum ferli og ráðherra hefur þau einu rök til að sitja áfram að ekki sé tími til að leifa kjósendum að neyta kosningaréttar, fyrst og fremst vegna þess að þá gætu andstæðingar hans í pólitík komist til valda, er ekki annað hægt að segja en að viðkomandi ráðherra hangi að völdum valdanna vegna!

Sú virðing sem Ögmundur hafði er horfin, hann er jafn félögum sínum í ríkisstjórn í valdagræðgi! Hann hangir á völdum valdanna vegna!!

 


mbl.is Rétt að hanga á völdunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband