Dásamleg þróun
4.1.2012 | 10:54
Þetta er dásamleg þróun. Nú spretta stjórnmálaflokkar upp eins og gorkúlur. Það dásamlega við þetta er að öll þessi framboð eru á vinstri væng stjórnmálanna, utan tvö sem eru einskonar klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, þeirra sem þykir flokkurinn of hallur undir ESB og þeirra sem þykir flokkurinn vera of fráhverfur þeirri vegferð. Bæði eru þessi framboð frekar máttlaus og vart að þau valdi straumhvörfum í næstu kosningum. Að öðru leiti eru öll framboðin ýmist klofningngsframboð frá vinstriflokkkunum eða ný vinstrifamboð.
Það verður því ærin vinna fyrir þá sem aðhyllast vinstristjórnmál að fylgjast með og velja hvað skuli kjósa. Vandinn er bara sá að núverandi stjórnarflokkar hafa spilað þannig úr málum sínum að vinstrihugsjónin hefur beðið stórann skaða og því mun fjölgun framboða ekki vera í takt við fjölgun kjósenda, reyndar þvert á móti.
Því munu þau ört fækkandi atkvæði til vinstri væng stjórnmálanna skiptast milli ört fjölgandi framboða. Það munu því mörg atkvæði vinstrimanna detta dauð niður þegar talið verður upp úr kössunum. Það er það dásamlegasta við þetta.
Þá er ljóst að ef þessum framboðum öllum til vinstri tekst að ná inn sæmilegum kosningum og hugsanlega meirihluta, sem er reyndar ákaflega fjarlæg hugsun, mun verða gjörsamlega útilokað fyrir þá að mynda nýja ríkisstjórn. Til þess eru málefnin of ólík. Hvernig eiga t.d. Guðmundur og Lilja að vinna saman í ríkisstjórn, eða hverjum dettur í hug að nokkur vilji vinna með Steingrím, ef svo ólíklega vildi til að hann komist aftur á þing. Enginn mun þurfa að hafa áhyggjur af að starfa með Jóhönnu, hennar tími er liðinn, en Össur verður áfram í Samfylkingunni og mun halda uppi sínum trúðslátum þar. Ekki beint tilhlökkunarefni fyrir nýu framboðin að vinna með honum! Þá getur verið erfitt fyrir nýja þingmenn á vinstivængnum að ákveða hvort þeir eigi að taka slag með Guðmundi, þar sem ekkert er vitað hvar hann stendur eða hvert hann fer.
Það er skemmtileg kosningabarátta framundan og enn skemmtilegri kosningar á eftir.
Megi leikurinn hefjast sem fyrst, megi þjóðin fá smá skemmtiefni og kosningar að þeim loknum sem fyrst. Skemtunin getur hafist strax og kosning á vormánuðum!
Fjölgun flokka alþjóðleg þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.