Loksins !
27.12.2011 | 19:03
Loksins er komið fram frumvarp sem Alþingi getur verið stolt af. Vandinn er hins vegar sá að frumvarpið er flutt af Sjálfstæðismanni og jafnvel þó allir sjái skynsemi þess, mun formaður VG ganga til liðs við atvinnurekendur gegn frumvarpinu. Frumvarp komið frá Sjálfstæðismanni er ekki að skapi Steingríms, sama hversu mikil skynsemi er í því.
Hvort meirihluti fyrir þessu frumvarpi náist á Alþingi á eftir að sjá. Það mun vissulega sýna svart á hvítu hvar menn liggja í pólitík, hvort þeir muni styðja hinn almenna kjósanda, eða hvort þeir styðja forsvarsmenn atvinnurekenda, en seta þeirra í stjórnum lífeyrissjóða hefur verið til skammar.
Þetta er þó einungis fyrsta skrefið til uppstokkunar innan lífeyriskerfisins, í raun skref sem stigð er til hliðar, meðan verið er að endurskoða og endurskipuleggja kerfið. Það er nauðsynlegt að slík vinna fari fram. Til þess að það megi verða verður að skipta út sjálfskipuðum stjórnum þeirra.
Sjóðsfélagar kjósi stjórnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.