Hvers vegna hækka vörur þá svo mikið ?

Nú hefur maður ekki í höndum þau mikilvægu gögn sem forstjóri samkeppniseftirlitsins sagði að væru til og því hefur maður lítið við að styðjast annað en eigin pyngju. Þessi gögn virðast vera vel falin, ef þau eru á annað borð til.

En pyngjan léttist, það er staðreynd. Þær hækkanir sem enginn vill þó kannast við að hafa búið til, eru einnig staðreynd. Það er einnig staðreynd að mun erfiðara er að gera verðsamanburð í verslunum, jafnvel þó maður hefði gífurlega stærðfræðikunnáttu, þar sem verslanir standa sig ekki einu sinni í því að setja kílóverð við vöruna, sem þeim þó ber. Ef svo væri, gæti stærðfræðingur léttilega borið saman verð á milli kjötstykkja, þar sem þungi þeirra kemur fram á því sem áður var verðmiði. Þá gæti hann verið fljótur að reikna út t.d. 4.267 * 2,132 og fengið út verð stykkisins. Að vísu flækist málið örlítið þegar afsláttur við kassa er í boði, en stærðfræðingurinn á ekki í vandræðum með það. Þar sem verlanir standa sig ekki í þeirri litlu verðmerkingu sem þeim ber, að setja kílóverð vöru við hlið hennar, neyðast stærðfræðingarnir, eins og við hin, að hlaupa með kjötstykkið að næsta skanna, ef hann er í lagi fær maður verðið, annars hefst leit um alla búð að skanna sem virkar!

Að halda því fram að þessi reglubreyting hafi aukið samkeppni er ansi djarft sagt. Dæmin sanna að svo sé ekki, eða var kannski bara tilviljun að sumar kjötvörur hækkuðu um og yfir 40% við þá breytingu?

Málflutningur forstjóra samkeppniseftirlitsins litast af tveim hlutum, annars vegar viljaleysi til að viðurkenna ranga ákvörðun og hins vegar grímulausar árásir á kjötvinnsluna í landinu. Hann kemur með dylgjur um verðsamráð sem á að hafa skaðað neytendur en fer þó ekkert nánar út í það í hverju það meinta verðsamráð er fólgið, hver skaði neytenda var, af hvaða hvötum það kemur né hverjir voru upphafsaðilar þess. Var það kannski vegna krafna frá stórum og sterkum verslanakeðjum?

Samkeppniseftirlitið á að standa vörð neytenda, en því miður hefur fátt komið þaðan sem hefur orðið neytendum til góða. Því miður hefur samkeppniseftirlitið ekki staðið sig sem skyldi í eftirliti með raunverulegu samráði, s.s. eins og um verð á eldsneyti.

Það er spurning hvaða hvatir liggja að baki þegar menn nýta sér ríkisstofnun til annars en henni er ætlað að sinna!! Það er enn stærri spurning hvers vegna stjórnvöld láta slíkt óátalið!!

 


mbl.is Bannið hefur aukið samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband