Þá er icesavemálið tapað
19.12.2011 | 10:52
Ef Össur Skarphéðinsson á að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina fyrir evrópskum dómstól, er eins hægt að senda strax uppgjöfsbréf til dómstólsins og spara með því fé fyrir báða aðila.
Össur mun fyrst og fremst horfa á hvort þetta mál flækist fyrir aðildaraðlögun Íslands að ESB. Út frá þeim punkti einum mun hans málflutningur verða! Þannig hefur hann staðið að aðildaraðlögun landsins að ESB og því engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á.
Árni Þór, felukrati, fullyrðir að utanríkisráðherra skuli fara með málefni landsins fyrir erlendum dómstólum. Þetta byggir hann á forsetaúrskurði um skiptingu ráðuneyta.
Nú er það svo að allar ákvarðanir, að öll lög og allar reglur, eru mannana verk og mannana verkum er hægt að breyta. Ef hins vegar ekki er vilji fyrir slíkum breytingum er einungis ein staða í málinu, að skipta út utanríkisráðherra og setja í staðinn mann sem tilbúinn er að standa á rétti þjóðarinnar.
Að hafa í forsvari fyrir land og þjóð fyrir erlendum dómstól, mann sem hefur unnið harðast gegn eigin þjóð, mann sem fer frjálslega með þær samþykktir Alþingis sem honum er ætlað að vinna eftir og hefur mestar áhyggjur af því hversu langt hann getur gengið gegn þeim, er fyrirfram tapað mál!!
Þetta mál er með þeim hætti og það þýðingarmikið fyrir þjóðina að réttast væri að hvert stjórnmálaafl á Alþingi skipaði einn mann í nefnd til varnar landinu, þessi nefnd ætti svo að kjósa sér formann sem væri þá málsvari þjóðarinnar gegn dómstólnum. Þetta er hægt ef vilji er til staðar, því eins og ég nefndi áður, öll lög og allar reglur eru mannana verk og mannana verkum er hægt að breyta.
Hvorki lög frá Alþingi né forsetaúrskurður eru náttúrulögmál, þau byggja á ákvörðunum manna!
Fyrirsvar heyrir undir utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.