Hvaða uppskeru ?

Hvaða uppskeru er Oddný að tala um? Verður ekki að sá til að fá uppskeru?

Vinstri afturhaldsstjórnin er ekki einu sinni farin að plægja akurinn, hvað þá að sá. Það er frekar ráðist á plóginn og hann eyðilagður og fræið er látið fúlna. Það fæst varla mikil uppskera með slíkum vinnubrögðum!

Vitfyrring vinstriaflanna er algjört, þau halda að hægt sé að ganga um með mátt eyðileggingar í þrjú ár og ætla svo á fjórða ári að gera allt sem gera átti fram að því. Þau halda að almenningur sé daufdumbar, sem hægt er að spila með!!

Til að fá uppskeru þarf að plægja akurinn og hlú að honum, það þarf að sá fræinu og reyta arfann frá sprotunum, þegar þeir fara að teigja sig eftir næringu sólarinnar. En það er ekki von að kratar átti sig á þessu, þeir halda að nóg sé að horfa á akurinn!

 


mbl.is Lifa allt af nema kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég vil bara benda á að Jóhanna naut traust 80% kjósendaí ársbyrjun 2009.

Ef vinstriflokkarnir væru að fá "uppskeruna" sem þeir hefðu sáð, þá væru þeir að fara úr 30% fylgi yfir í 80% en ekki öfugt.

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.12.2011 kl. 13:18

2 identicon

Víst óska ég flagðinu Jógrímu að daga uppi og steingerast með hækkandi sól. Það er þó óskhyggja ein. Almúginn verður að hrekja óvættina fyrir ætternisstapa með hnúum og hnefum, áður en hún mergsýgur hann, húsnæðislausan og allslausan á götunni. Tíminn er útrunninn. Þorgerður hin góða, og aðrir stuttbuxar eiga sér þó pólitíkskrar ekki viðreisnar von meðan vinkonuhópurinn samanstendur af slettirekum sem hampað er af Jógrímu, m.a. í stjórn bankaránssýslu. Almúginn er ekki siðblindur ennþá.

Almenningur (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 13:50

3 identicon

Já, og takið eftir: NÚ  Á AÐ STELA LANDSVIRKJUN! Fjöreggi þjóðarinnar. "Fjandvinirnir" Bjarni Benediktsson og Árna Páll komu fram með peningaglýju í glyrnum og lofsungu þetta nýja ránsplan sem brilljant!

Landinn (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband