Til bjargar Jóhönnu

Það þykir ekki lengur tiltölu mál þó Jóhanna Sigurðardóttir segi einhverja vitleysu, þetta er orðið norm og frekar að menn hrökkvi við þegar eitthvað af viti kemur frá henni. Bæði í ræðu sem og viðtölum hefur hún sagt ýmislegt sem bæði er kol rangt og það sem ekki stenst nánari skoðum. Ekki ætla ég að telja upp alla þá vitleysu sem frá henni hefur komið, enda tæki það sennilega bróðurpartinn úr deginum að telja það allt upp.

Þau ummæli hennar við fréttamann sjónvarps, þar sem hún sagði að fólksflóttinn nú væri litlu meiri en í eðlilegu árferði eru ein þessara ummæla. Og nú, eins og oft áður, hlaupa hinir ýmsu menn fram á ritvöllinn og reyna að réttlæta orð hennar, þó það sé gjörsamlega útilokað. Það er nefnilega svo að þó bullið komi fáum á óvart, þá skammast samfylkingarfólk sín fyrir bullið í formanni sínum og reyna að koma honum til hjálpar. Nær hefði verið fyrir þann flokk að skipta út leiðtoga í haust, þegar tækifærið gafst. Nú situr flokkurinn uppi með hana næstu tvö ár og hryllir sjálfsagt mörgum samfylkingarmanninum við þeirri tilhugsun að hún skuli eiga að leiða flokkinn í gegnum næstu kosningar.

En aftur að fólksflóttanum, þessum sem Jóhanna telur svo lítinn.

Í Fréttablaðinu í gær er svokölluð fréttaskýring um málið, rituð af Svavari.

Það er eitt að hlaupa til bjargar þegar formaðurinn fer með fleypur, en að nota sömu meðul til þess og formaðurinn, er auðvitað einungis til hins verra. Það er eins og að henda björgunarhring með fúnum spotta til druknandi manneskju.

Höfundur fréttaskýringarinnar fer sjálfur með litlu minni fleypur en formaðurinn. Hver staðreyndarvillan af annari er færð fram og síðan er sett upp dæmi með þessum röngu staðreyndum með forsemndum til að gera niðurstöðuna enn betri. Niðurstaðan sem Svavar fær út úr bulli sínu er að atvinnuleysi hér væri ekki nema 0,3% til 0,9% hærra, ef jafnvægi hefði verið búferlaflutningum til og frá landinu.

Staðreyndirnar:

Svavar segir að meðaltals fjöldu brottfluttra af landinu síðasta áratug hafi verið um 500 manns, þegar staðreyndin er að meðalfjöldi brottfluttra síðasta áratug fyrir hrun var innan við 400 manns.

Þá segir Svavar að fjöldu brottfluttra umfram aðflutta á árunum 2009 - 2011 sé 4.500, eða 1.500 á ári að meðaltali, þegar Hagstofan gefur upp að þessi tala muni liggja nærri 8.400 manns, eða nærri 2800 að meðaltali.

Svavar hefði átt að stoppa við þegar hér var komið. Jafnvel þó hans tölur séu notaðar, þá er 1.500 nokkuð meira en 500, ekki satt. Ef hann hefði hins vegar notað opinberar tölur frá Hagstofunni, þá er þessi samanburður enn verri, eða 2.800 á móti 400. Svavar kemst að því að flóttinn af landinu hafi þrefaldast og þykir réttlætanlegt að halda áfram með bullið. Staðreyndin er hins vegar að hann hefur í raun 7 faldast, SJÖ FALDAST.

Dæmið:

Út frá þessum tilbúnu tölum sínum ákveður Svavar að setja upp dæmi um áhrif þessa brottflutnings á atvinnuleysistölur hér á landi. Hann kemst að því að 93% þeirra sem flust hafa úr landi væru á vinnualdri og af þeim færi tæp 18% í skóla. Að hlutfall þeirra sem væru á vinnumarkaði væru 76%. Hvort þessi greining sé rétt skal ósagt látið, en samkvæmt því telur Svavar að 3.450 brottfluttra sé á vinnumarkaði.

Þá kemur rúsínan í pylsuenda Svavars. Hann fer að velta því fyrir sér hversu margir af þessum hóp væru atvinnulausir, ef þeir væru hér á landi. Ekki veit ég í hvaða skóla Svavar gekk, en hvert mannsbarn sér að auðvitað væri þetta hrein viðbót við fjölda atvinnulausra. Ef einhverjir af þessum hóp gæti skapað með einhverjum hætti störf í þjónustu, eins og Svavar nefnir, hljóta einhverjir sem þegar eru á landinu að geta slíkt hið sama.

Niðurstaða:

Svavar kemst að því að ef það fólk sem flúði land væri hér enn, væri einungis þriðjungur þeirra atvinnulaus hann vill meina að 2.300 manns hefðu vinnu ef flóttinn hefði ekki átt sér stað. Hvar Svavar finnur þessi störf væri gaman að vita, sérstaklega fyrir þá sem nú mæla göturnar og eiga ekki fyrir börnum sínum um jólin. Það væri einnig gott fyrir Jóhönnu ef hægt væri á einu bretti að fækka atvinnulausum um 2.300 manns!

Með þessum leikaraskap kemst Svavar að því að tala atvinnulausra væri "einungis" 13.504 í stað 12.354, eða 7,6% í stað 7,1%.

Eðlilegast er þó að nota opinberar tölur frá Hagstofunni. 8.400 manns fluttu frá landinu umfram aðflutta. Erfitt er að fá opinberar tölur um hversu stór hluti þess fólks er á vinnumarkaði. Hægt er að nota forsemdur Svavars. Þá liti dæmið svona út:

8.400 hafa flutt út umfram aðflutta, af þeim eru 7.800 á vinnuladri og af þeim færu 1.388 í skóla. Á vinnumarkaði væru 6.400 manns. Bætum þeirri tölu við þá 12.354 sem eru á atvinnuleysisskrá og fáum út 18.754. Það þýðir að skráð atvinnuleysi hér væri 10,4% í stað 7,1%.

Einnig væri hægt að nota aðferð Ágústs Einarssonar og segja einfaldlega að helmingur þeirra sem flytja út fari á vinnumarkað. Ef sú aðferð er notuð væri atvinnuleysið hér 9,2% í stað 7,1%. Þetta er sú aðferð sem oftast er notast við, enda ekki verri en einhver hugarburður fréttamanns.

Þá er ónefndur sá fjöldi fólks sem er í raun fluttur úr landi, þ.e. þar sem fyrirvinnan er farin erlendis til vinnu en hefur enn lögheimili sitt hér heima hjá fjölskyldu sinni. Þessi fjöldi er stærri en flesta grunar, en því miður erfitt að afla upplýsinga um hann.

Það er sama hvað menn rembast, það er ekki hægt að réttlæta orð Jóhönnu um þetta mál, ekki með nokkru móti, ekki einu sinni með lygum!

http://visir.is/frettaskyring--er-folksflottinn-ofmetinn-/article/2011712179897

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband