Loddaraskapur vinstrimanna
17.12.2011 | 13:29
Sá loddaraskapur sem vinstrimenn sýna þjóðinni er með ólíkindum og Hreifingin tekur þátt í þessari vitleysu.
Fólki er talin trú um að verið sé að gera stjórnsýsluna opnari með því að hljóðrita fundi ríkisstjórnarinnar. Það eru einungis ungabörn og hálfvitar sem trú slíku bulli!
Fyrir það fyrsta er leynd yfir þessum upptökum í áratugi, enginn fær að hlusta á þær. Þá er ljóst að fyrir hvern ríkisstjórnarfund munu stjórnvöld halda einskonar forfund, þar sem ráðherrar koma saman og gera út um ágreiningsefni fyrir ríkisstjórnarfundinn sjálfan. Það mun ekki verða rædd viðkvæm málefni á ríkisstjórnarfundum, þeir verða einungis afgreiðslufundir, þar sem allar ákvarðanir verða teknar fyrir fundina!
Það sýnir þó kannski best hversu arfavitlaus þessi ráðstöfun er að stjórnvöld treysta sér ekki til að taka hana upp og ber við að einhver "álitamál" hafi komið upp! Hefðu þeir sem frumvarpið fluttu á sínum tíma ekki átt að vera búnir að kanna hvort lögin stæðust skoðun? Hefðu þingmenn Alþingis ekki átt að vera búnr að kanna hvort lögin stæðust, áður en þeir samþykktu þau?
Þór Saari heldur því fram að frestun hljóðritana sé dapurlegur vitnisburður á meðferð rannsóknarskýrslu Alþingis. Stórt sagt, en hvernig ætlar Þór að rökstyðja það að slíkar upptökur séu í anda þeirrar skýrslu? Hljóðupptökur sem munu verða huldar leyndarhjúp í áratugi! Þetta er dapurlegur málflutningur hjá annars duglegum þingmanni!!
Í umræðum um þetta mál á Alþingi er einungis einn þingmaður sem þorir að andmæla þessu, sem þorir að benda á fáráðnleik málsins. Allir aðrir þingmenn annað hvort horfa í gaupnir sér og þegja, eða taka undir loddaraskap þeirra sem þykjast öðrum fremri í heiðarleik. Taka undir með loddurunum!!
Loforð efnd með raðgreiðslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm frekar aulalegt mál
Skúli (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.