Samkomulag um ekki neitt

Aðfararnótt föstudagsins 2.des. gerðu þjóðhöfðingjar 26 landa ESB með sér samkomulag, 27. ríkið, Bretland, var skilið útundan þar sem Cameron vildi ekki fórna frekara sjálfstæði síns lands.

Fjölmiðlar hafa farið mikinn um helgina, einnig þeir íslensku. Sumir hafa talað lítilega um ágæti þessa samkomulags en þó hafa flestir verið uppfullir af þeirri ákvörðun Camerons að standa utan við samkomulagið. Keppast nú fjölmiðlar um að lýsa þeirri einangrun og svartnætti sem yfir Breta muni koma vegna þessa, þó engin rök hafi verið flutt því til staðfestingar.

Það hefði betur farið ef fjölmiðlar hefðu einbeitt sér frekar að samkomulaginu sjálfu, skoðað hverjar raunverulegar lausnir væru í því, hvaða áhrif það hefði, hvort og hvernig þjóðhöfðingjarnir 26 ætli sér að sannfæra sín þjóðþing og sína kjósendur um ágæti þess og hvort yfirleitt um eitthvað bitastætt sé að ræða.

Það er ljóst að samkomulagið er margþætt. Þeir stæðstu hlutar þess sem kannski skipta mestu máli eru þó þeir 200 milljarðar evra sem færa á AGS til hjálpar evruríkjum og það 3% hámark halla á fjárlögum hvers ríkis og refsiaðgerðir ef farið er yfir það.

200 milljarða framlag til AGS frá ríkjum ESB, til hjálpar evruríkjum er langt frá því komið í höfn. Bankastjórar Bundesbank og Evrópska seðlabankans hafa báðir gefið út að ekki komi til greina að taka þátt í slíkri fjármögnun. Þá hefur verið lýst efasemdum í flestum eða öllum löndum ESB sem þurfa að leggja til fjármagn til þessa styrks, um ágæti hans. Þá hefur verið efast um lögmæti hans innan sumra ríkja ESB og æ fleiri ríki telja að leggja þurfi samkomulagið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, bæði vegna þessa fjárstyrks til AGS og einnig vegna framsals efnahagsmála til ESB.

Hitt atriðið, um hámark halla á fjárlögum hvers ríkis, er þó alvarlegra og í raun andstætt lausn vandans. Þetta gerir mörgum ríkjum ófært að aðstoða sitt bankakerfi, þar sem halli fjárlaga þeirra gæti þá farið yfir 3% markið og þau þar með búin að missa sjálfræði sitt til ESB.

Það er kannski vegna brotthvarfs Camerons frá samkomulaginu sem þessi ríki geta verið rólegri um stund, þar sem með því varð komið í veg fyrir að samkomulagið væri í nafni ESB, heldur er um samkomulag 26 ríkja að ræða. Því mun ESB sem slíkt ekki geta staðið fyrir neinum refsiaðgerðum, heldur verður að finna aðra lausn til þess, lausn sem ekki liggur enn á borðinu.

Það er þó deginum ljósara að ef þessar refsiaðgerðir koma til framkvæmda munu flest ríki evrunnar og kannski ESB líka, verða komin undir þá stofnun sem sér um refsiaðgerðirnar. Þar verður Frakkland fljótt inn, nema þeir hætti frekari stuðning við bankakerfið. Með því gæti Frakkland fresað sínum vanda um einhverja mánuði.

Það samkomulag sem þeir 26 þjóðhöfðingjar gerðu aðfararnótt föstudags virðist því vera að hrynja, áður en það kom til framkvæmda. Það er að sjá af fréttum að fæstir, ef nokkrir þessara þjóðhöfðingja hafi haft það umboð sem þeir töldu sig hafa.

Þá er ekki heldur að sjá að þetta samkomulag, ef til framkvæmda kemur, muni duga. Margir hafa lýst efasemdum um að það hjálpi, auk þess sem erfitt er að sjá hvernig á að framkvæma það. Að samkomulagið sé of smátt og komi of seint.

Vaxandi andúð milli þjóða Evrópu, þar sem gamlir draugar eru dregnir upp og sú staðreynd að nærri helmingur Þjóðverja telur nú að betra sé að vera utan en innan ESB, gefur ekki góðar vonir. Þær árásir sem hafa gengið á Cameron fyrir það eitt að vilja halda uppi sjálfstæði Bretlands, eru heldur ekki sannfærandi um aukinn frið í álfunni. Þar eru franskir og þýskir stjórnmálamenn og spekingar fremstir í flokki og hafa sumir látið þau orð falla að Bretland eigi ekki erindi innan ESB og jafnvel innan Evrópu!

Enn berjast Grikkir í bökkum, Írland og Portúgal eru undir umsjón ESB og Ítalía og Spánn hanga á bláenda líftaugarinnar. Rétt þar fyrir ofan eru Frakkar og Þjóðverjar smyrja línuna með feiti!

En það eru til einstaklingar innan Evrópu sem trúa. Þjóðhöfðingjarnir 26 geta vissulega treyst íslensku ríkisstjórninni, embættismönnum ESB og hugsanlega nokkrum þar að auki. Þó embættismenn ESB hafi vissulega völd, ná þau ekki inn í þjóðþing ríkja ESB, ekki enn. Íslenska ríkisstjórnin hefur lítil völd og því því stuðpningur hennar lítils virði.

Þjóðhöfðingjarnir verða að sækja sitt umboð til sinna kjósenda og sinna þjóðþinga. Það hefðu þeir átt að gera áður en þeir funduðu. Þó vissulega megi segja að auðveldara sé að biðja um fyrirgefningu en að fá leifi, er ekki víst að það gildi í alþjóðastjórnmálum!!

 

 


mbl.is Evrópsk hlutabréf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband