Kemur ekki á óvart
8.12.2011 | 17:36
Þessi samþykkt Samtaka verslunar og þjónustu (svþ) kemur ekki á óvart. Formaður þessara samtaka er Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff á Íslandi.
Margrét hefur verið dugleg að mæra ESB og inngöngu Íslands í þau samtök. Þá hefur hún áður beytt svþ til að reyna að koma höggi á bændastéttina, án árangurs. Megin tilgangur þessarar samþykktar nú er þó að reyna að koma höggi á Jón Bjarnason, enda Margrét félagi í Samfylkingunni.
Það er þó hætt við að niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA verða á sama veg og áður, þegar þetta hefur verið borið á borð þeirra, að samkvæmt samningum Íslands að EES sé þetta löglegt. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem slík kæra hefur verið send til dómsstólsins og hann hefur ekki talið sig geta tekið málið til efnislegrar umfjöllunar vegna ákvæða í samningnum.
Þetta er enn eitt örvæntingarráðið hjá Samfylkingunni til að koma höggi á Jón Bjarnason.
Bann gangi gegn ákvæðum EES-samningsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.