Að halda við trúnni
6.12.2011 | 09:32
Það þætti stórfrétt ef einhver annar stjórnmálaflokkur héldi "námskeið" fyrir félagsmenn sína um hin ýmsu mál. Sérstaklega þegar námskeiðshaldarar væru afdankaðir pólitíkusar sem löngu eru komnir yfir síðasta neysludag. En þegar Samfylkingin tekur upp á slíku, þykir það hið eðlilegasta mál. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Samfylkingin heldur námskeið til "uppfræða" sína félagsmenn, hitt var um ágæti ESB.
Hvernig væri umfjöllun fjölmiðla á Íslandi í dag ef t.d. Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti námskeið um ágæti krónunnar og leibeinandi þess námskeiðs væri Davíð Oddson, eða Framsóknarflokkurinn auglýsti námskeið um ágæti landbúnaðar á Íslandi og fengi Guðna Ágústsson sem leiðbeinanda. Þó væru þessi námskeið síst minna áríðandi en það námskeið sem Samfylking auglýsir og fyrirlesarar margfallt skemmtilegri!
En það er fleira sem stingur í augu við lestur þessarar fréttar, en það er að námskeiðið er einungis opið félagsmönnum Samfylkingarinnar. Hvers vegna? Er tilgangur námskeiðisins ekki að kynna fólki skýrslu rannsóknarnefndarinnar? Þetta lyktar verulega af því sem eitt sinn var kallað "heilaþvottur". Sennilegasta skýringin er þó sú að námskeiði sé til þess ætlað að kenna félagsmönnum að lesa skýrsluna með "Samfylkingaraugum", svona svipað og Jóhanna gerir. Hún fær ekkert séð slæmt um sinn flokk í þeirri skýrslu, þó vissulega sé Samfylkingn gagnrýnd harðlega þar, sem og aðrir stjórnmálaflokkar.
Það sem þó vekur mesta athygli er sú vantrú sem elita Samfylkingarinnar hefur á sínum kjósendum. Hún telur nauðsynlegt að "uppfræða" sína kjósendur um helstu mál flokksins, svo trúin bresti ekki!!
Námskeið um Rannsóknarskýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er eitthvað að því að Samfylkingin vill læra af hruninu?
Það væri best ef fleiri flokkar mundu taka Samfylkinguna til fyrirmyndar.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.12.2011 kl. 09:52
það er ósköp eðlilegt að Samspillingin vilji reyna að gera útihátalarana sína hæfari í umræðunni, það er alveg ljóst að þeir ráðast fram á ritvöllinn uppfullir af glæsileikanum sem spunameistararnir hafa pumpað inn í hausinn á þeim þegar reist eru hin minnstu rök gegn þeirra málflutningi láta þeir sig hverfa því þeir vita ekki haus eða sporð á því sem þeir halda fram og geta því ekki rökrætt um það, ekki held ég að þer verði neitt betri til rökræðu uppfullir af rangfærslum og falsrökum sem núna á að troða inn í hausinn á þeim og nóg er til af gögnum til að hrekja falsrökin.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 14:49
Er eintóm falsrök í rannsóknarskýrslu Alþingis.
Þegar ég les svona bull einsog Kristján er að pósta hérna þá missi ég algjörlega trúna á Íslendingum og þeirra getu til að læra af misstökum
Sleggjan og Hvellurinn, 6.12.2011 kl. 15:17
Það er vissulega ekkert að því þó Samfylkingin læri af hruninu S&H, þeim veitir ekki af!
Hvort rétta leiðin sé að láta spila fyrir sig ritskoðaða útgáfu af hrunskýrslunni, matreidda á þann veg að Samfylkingin sé saklaus meðan aðrir flokkar bera alla ábyrgð, er svo annað mál.
Væntanlega er Samfylkingarfólk nokkuð vel lesandi á íslenska tungu, svona eins og flestir landsmenn. Því geta þeir sjálfir lesið skýrsluna og ættu að sjálf sögðu að vera löngu búnir að því!
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var upp á 9 þykk bindi og því ætti ref eins og Jóni Baldvin ekki að verða skotaskuld úr því að koma með kjarnyrt námsefni fyrir félaga sína í Samfylkingunni, námsefni um það hvernig skuli túlka niðurstöðurnar þannig að Samfylkingin verði saklaus af undanfara hrunsins.
Gunnar Heiðarsson, 6.12.2011 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.