Stuttur þráðurinn
6.12.2011 | 08:59
Steingrímur J fékk drotningarviðtal hjá fréttastofu RUV í morgun. Þar lét hann móðann mása og gagnrýndi allt og alla - nema sjálfan sig og sín verk.
Hann gagnrýndi sérstaklega verkalýðsforustuna fyrir að vilja standa vörð þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og sagði að horfi yrði á heildarmyndina. Þar fór hann um víðann völl og blandaði saman óskyldum málum.
Vissulega verður ætíð að horfa til heildarmyndar þegar mál eru rædd, en krafa verkalýðshreyfingarinnar um að stjórnvöld standi við sinn hluta þess samkomulags sem gert var í vor, er einmitt hluti þeirrar heildarmyndar og kannski sá stæðsti. Það snýr að þeim hluta heildarmyndarinnar hvort hægt sé að treysta því sem stjórnvöld lofa. Svo virðist ekki vera, því miður.
Sértæk vaxtalækkun, sem Steingrími er svo umhugað að spyrða við kjarabætur til elli og örorkuþega, kemur sennilega fæstum þeirra sem í þeim hópi eru til góða. Þar að auki krefst Steingrímur að launafólkið greiði sér sjálft þessar bætur!
En það var margt fleira sem kom fram í þessu viðtali við Steingrím. Það sem þó var áberandi var að þegar spyrlar gerðust svo óforskammaðir að íja að gagnrýni á hann, þá hækkaði hann róminn og komst í gamalkunnugann ham. Hann greip til gamalkunnra aðferða skamma og stóryrða. Greinilegt er að mjög stutt er í þráðnum á Steingrími. Auðvitað voru spyrlarnir fljótir að bakka, enda starfsmenn Ríkisútvarpsins og því ekki í vinnu við að gagnrýna stjórnvöld!
Þetta drottningaviðtal við Steingrím var ekki til að auka álit á fréttastofu RUV. Þó má segja þeim til hóls að stutt símaviðtal var tekið við Kristján Júlíusson á eftir, þar sem hann gagnrýndi málflutning Steingríms.
Óþarflega stór orð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jam. mjög sérstakt að fólk sem er með milljón krónur á mánuði skilur ekki að það þarf um 200 þús á mánuði til að framfleita sér. en atvinnulausir og aðrir á bótum fá ekki einu sinni þá upphæð.
líka sérstakt að ríkistjórnin var ekkert að spara eða vera með ná nös út í þá prósentuhækkun sem þingmenn fengu á sín laun núna fyrir stuttu. og þó er þar fólk sem hafði meira en nóg fyrir.
GunniS, 6.12.2011 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.