Hvernig getur ríkisstjórn sem ekki hefur stuðning forsætisráðherra verið starfhæf ?

Jóhanna er forsætisráðherra og því ber hún ábyrgð á ríkisstjórninni og störfum hennar. Ef hún ekki treystir einstökum ráðherrum er það fyrst og fremst vandi hennar sjálfrar, ekki annars stjórnarflokksins.

Þá segir Jóhanna að áríðandi sé að fiskveiðimálið fái framgang á síðari hluta kjörtímabilssins. Að ósætti í því máli verði að linna. Hún ætti þá að snúa sér að þingmönnum eigin flokks, þar er mesta ásættið og andstæðar hugmyndir. Að kenna samstarfsflokknum um vanda eiginn flokks er lítilmannlegt og í takt við annað hjá henni!

 


mbl.is Spurning um traust beinist að VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

HVenær hefur þessi kona tekið  ábyrgð á einu eða neinu, hún er alltaf að kenna öllum öðrum um, sjálf tekur hún aldrei á neinu.  Mikið vona ég að ég losni við að sjá hana eða heyra mikið lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 19:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Bjarna er með fiskveiðifrumvarpið á sinni könnu og því rökrétt að krefjast eðlilegra vinnubragða hjá honum.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 21:33

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er orðið þreyttur farsi að kenna fiskveiðifrumvarpinu um það upphlaup sem varð síðastliðinn sunnudag. Ástæðan fyrir því er allt önnur og allir sem vilja sjá það, sjá það!

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2011 kl. 21:41

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hér er þingmaður VG sem var formaður sjávarútvegs og landbúnaðarnefdar

http://eyjan.is/2011/11/30/thingmadur-vg-gagnrynir-jon-bjarnason-meiri-ahersla-a-ad-vinna-med-hagsmunaadilum-en-stjornarflokkunum/

þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband