Rétt eða röng ákvörðun ?

Hvort þetta er rétt eða röng ákvörðun veit ég ekki, ekki frekar en flestir. Við fáum aldrei að vita hvort svo hafi verið.

Ákvörðunin kemur hins vegar ekk á óvart, er í algeru samræmi við aðrar ákvarðanir þessarar ríkisstjórnar. Allt gert til að koma í veg fyrir fjárfestingu erlendra aðila í landinu.

Þau rök sem ráðherra tilgreinir fyrir ákvörðun sinni eru þó frekar léttvæg. Hann þylur upp greinar úr lögum sem hann segir að komi í veg fyrir að hann geti leift þetta. En það voru einmitt þær greinar sem ollu því að Huang þurfti að sækja um undanþágu. Ef hann uppfyllti öll þessi lög hefði hann ekki þurft að spyrja Ögmund um leifi!

Því má segja að ef einhver erlendur stórgróser vilji kaupa land hér á landi, þá verði hann að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð fyrst. Að koma hreint til dyranna gagnvart Ögmundi er ekki vænlegt til árangurs. Betra að fara bakdyramegin að honum, jafnvel þó það sé hálfgert svindl.

Hvort Huang fari þá leið verður að koma í ljós, en næsta víst er að sá næsti sem hefur áhuga á að versla sér jarðarpart hér á landi mun fara þá leið.

Ráðherrann hefur markað leiðina og með því í raun misst allt vald yfir málinu.

Hitt er annað mál að fjárfestingar erlendra aðila í jörðum hér á landi eru stór hættulegar, en EES samningurinn heimilar þó aðilum frá vissum löndum að gera slíkt. Úr því Ögmundur vill ekki Kínverja hingað á hann þann kost einann að rjúfa EES samninginn svo komist verði hjá slíkri verslun allra erlendra aðila!


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alveg með ólíkindum hvað fólk og sérstaklega stjórnmálamenn á íslandi eru auðtrúa, Lúxus hótel á Grímsstöðum á fjöllum þvílik fásinna að leggja trúnað á þessa vitleysu hún er svona álíka gáfuleg og þegar Árni bæjó í Keflavík kom fram í fjölmiðlum og útlistaði hversu rosalega mörg störf gagnaver Björgólfs Thors myndi skapa suður með sjó, það þarf 1 húsvörð og 1 tæknimann á vakt til að skipta um blöð sem klikka í blade serverunum. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband