Andlát evrunnar

Mikill titringur er nú innan erusvæðisins eftir að skuldabréfaútboð Þýskalands misheppnaðist algjörlega.

Þetta þýðir í raun að evran hefur misst allan trúverðugleik og verður því ekki bjagað. Þegar Þýskalnd hefur misst sinn trúverðugleik á mörkuðum er ekkert eftir, þá eru öll lönd evrunnar komin undir í kreppu hennar.

Angelu Merkel er að vonum brugðið og ræðst harkalega á Barroso fyrir að benda á þá niðurlægingu sem þýskaland varð fyrir.

Hún heldur enn fram þeim óraunhæfu tillögum sínum að hegna skuli þeim þjóðum er ekki fara eftir boðum frá Brussel um "rétta" efnahagsstjórn og að embættismenn þaðan fái rétt til að grípa fram fyrir hendur þjóðkjörinna þinga þeirra landa sem að evrunni standa.

En bíðum aðeins, hvað þýða þessar tillögur í reynd? Jú, embættismenn ESB munu leggja undir sig stjórnarráð allra ríkja evrunnar strax, einnig Þýskalands. Þjóðverjar hafa ekki farið að þeim reglum sem ESB hefur látið frá sér. Samkvæmt þeim reglum verða skuldir ríkja að vera undir 60% af þjóðarframleiðslu. Í Þýskalndi er þetta hlutfall komið yfir 80% og fer hratt hækkandi. Aukin lántaka, eins og það skuldabréfaútboð sem misheppnaðist og samdráttur í þjóðarframleiðslu er að hækka þetta hlutfall þeirra, hraðar en þeir ráða við.

Það er því ljóst að síðasta og í raun eina vígi evrunnar er fallið. Því er evran látin!

Er það virkilega svo að Merkel sé orðin svo helsýkt af ESB veikinni að hún treysti ekki kjósendum Þýskalands til að velja eftirmann sinn og sé því að koma völdum sínum í hendur embættismanna ESB áður en til kosninga um kanslara kemur? Það er stórt spurt.

Hér á landi eru þó enn til menn sem ekki þykjast sjá hörmungar þær sem evran hefur valdið þeim löndum sem hana hafa sem lögeyri og vilja eindregið koma okkur í þá skelfingu einnig. Til þess að laga ásýnd ESB segja sumir. Það væri svo sem allt í lagi þó einhver smá hluti þjóðarinnar væri þessarar skoðunar og ekkert um það að segja. En þegar þessi minnihluti hefur rænt landið völdum og vinnur hörðum höndum að því að koma okkur þarna inn, er málið alvarlegt. Há alvarlegt.

Hvar er stjórnarandstaðan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá Angelu Merkel gagnrýna Baroso fyrir 10 í gærmorgun.

Baroso var þá ekki búin að kynna evruskuldabréfin.

Svo las ég ansi mikið á spiegel, focus, faz og öðrum þýskum veftímaritum í gær. Þar var aðallega gagnrýnt að vextirnir væru of lágir á 10 ára þýskum skuldabréfum.

Wolfgang Schaueble sagði að þetta kæmi annaðs lagið fyrir á ZDF í gærkveldi.

Er þetta ekki alveg kristaltært, af hverju eiga fjárfestar að kaupa 10 ára skuldabréf með 1,98% vöxtum ef Baroso vill gefa út evruskuldabréf með miklu hærri vöxtum.

Angela Merkel stóð sig vel í gær og hún virðist vera að hætta þessari meðvirkni.

Stefán (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 08:11

2 identicon

Er ekki Barosso svona svipað kaliber og Össur?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband