Hversu röng er skráning gengis krónunnar
23.11.2011 | 15:32
Við bankahrun varð gífurlegt fall gengi íslensku krónunnar. Eftir að hún var sett í höft hefur gengið verið nokkuð stöðugt, örlitlar sveiflur þó.
Það er vitað að röng skráning gengis fyrir hrun var mikil. Gerfipeningar sem í raun voru ekki til, héldu uppi genginu og höfðu skapað hér sýkt hagkerfi. Því var eðlilegt að það félli þegar handhafa þessara gerfipeninga gátu ekki lengur stundað sinn blekkingavef.
En hversu stór hluti þess falls sem krónan varð fyrir er af þeim sökum? Er það helmingur, eða meira? Er kannski ekki enn búið að leiðrétta þessa skekkju að fullu?
ESB sinnar vilja evruna. Á hvaða gengi skyldum við fá að taka þátt í þeim hildarleik? Það er ljóst að slík gjaldmiðlabreyting mun kosta okkur nokkuð meira en 160 krónur fyrir hverja evru.
Sem betur fer mun aldrei koma til þess að við þurfum að verðmeta landið í evrum, ef svo ólíklega vildi til að samningur um aðild verði gerður og þjóðin láti plata sig til að samþykkja hann, eru engar líkur á að evran verði enn við lýði. Hún er dauð, einungis eftir að tilkynna andlátið. Nýjustu fréttir frá Þýskalandi sanna það.
En gengið þarf að leiðrétta, jafnvel þó það sé sárt. Að halda krónunni í höftum til að halda genginu uppi er með öllu óásættanlegt. Á meðan er hagkerfið jafn sýkt og fyrir hrun. Jafnvel þó fallið verði töluvert í fyrstu, þá mun krónan leiðrétta sig að réttu gengi. Þegar það hefur gerst er hægt að fara að byggja upp aftur. Þá sér hver og einn hversu miklar raunverulegar tekjur hann hefur, þá sjá fyrirtækin hver raunverulegur hagnaður þeirra er.
Þetta er vissulega einföldun, en sannleikurinn þarf ekki að vera flókinn.
Evran komin niður fyrir 160 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru skynsamlegar hugleiðingar sem ég tek undir. Þú ert ekki pólitískt viðundur heldur gætu þínar hugsanir til dæmis hjálpað Sjálfstæðisflokknum í baráttunni fyrir frelsinu. Þar myndir þú finna fólk sem er að pæla í sömu hlutum og þú ert að gera. Komdu í flokkinn og gerðu gagn með því að rífa almennilegan kjaft en ekki nöldra úti í horni. Flokkurinn þarfnast heilbrigðra skoðana.
Halldór Jónsson, 23.11.2011 kl. 17:16
Ekki hef ég viljað skilgreina mig í neinn sérstakann stjórnmálaflokk Halldór. Hitt er annað mál að sýn mín er vissulega nær þeim flokkum sem eru skilgreindir til hægri á pólitískum vettvangi.
Afturhaldstefnan sem vinstriflokkar viðhafa er engum til hagsbóta, það hefur marg sannast. Afleiðingar stefnu núverandi ríkisstjórnar eru skelfilegar og vart séð að landið muni lifa af þann tíma sem hún á eftir að sytja.
Því miður er stjórnarandstaðan ekk að spila nógu vel heldur. Að öllu eðlilegu ætti hún nú þegar að vera búin að koma þessari skaðræðisríkisstjórn frá.
Gunnar Heiðarsson, 23.11.2011 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.