Kúba norðursins / Norður Kórea vestursins
22.11.2011 | 17:09
Það er ljóst að spár þeirra félaga Þórólfs Matthíassonar og Gylfa Magnússonar eru að rætast, þó af annari ástæðu sé en þeir héldu.
Þessir menn héldu því fram að ef icesave lögin yrðu felld af þjóðinni myndi hér verða svartnætti og lýstu því við Kúbu og Norður Kóreu. Allir vita hvenig það fór, þjóðin hafnaði þeim lögum og hafnaði þeim síðan aftur ári seinna. Ekkert skeði.
Nú er hins vegar að sjá að þessi spá sé að rætast hjá þeim félögum og það vegna aðgerða stjórnvalda hér heima. Skattur á skatt ofan er að sliga þjóðfélagið. Þá er ákveðið að leggja einn skatt enn á fyrirtæki og leggja rekstrargrundvöll þeirra í rúst. Með þessum aðgerðum eru stjórnvöld að skipa okkur á bekk með löndum eins og Kúbu og Norður Kóreu. Með þessu eru stjórnvöld að koma landi okkar enn dýpra niður í skítinn. Með þessu eru stjórnvöld að hafa vinnu af 300 starsmönnum Elkem, auk þeirra hunduði starfa í fyrirtækjum sem þjónar því, beint og óbeint!! Var þetta kannski misskilningur hjá Jóhönnu þegar hún talaði um 7000 störfin? Var kannski mínus fyrir framan þá tölu sem hún sá ekki?
Þegar maður er orðinn sannfærður um að ekki verði lengra gengið í afturhaldinu og ruglinu, kemur fjármálaráðherra alltaf á óvart, honum virðist takast að toppa rugl sitt endalaust.
Að eiga eftir að lifa við þessa ríkisstjórn í eitt og hálft ár enn er skelfileg tilhugsun!
Hvar er stjórnarandstaðan?!!
Loka ef skattur verður lagður á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.