Störf samkeppniseftirlitsins
7.11.2011 | 21:37
Samkeppniseftirlitið komst að því að verðsamráð væri milli matvöruverslanna og kjötvinnslanna. Niðurstaða þess máls var að hætt er að verðmerkja kjötvörur í flestum verslunum, einungis er tölvustimill á vörunni og þarf neytandinn að fara að þartilgerðum lesurum til að sjá verð vörunnar.
Nú er það svo að spurning er hvort sé hagstæðara fyrir neytendur að verð á vörum sé það sama milli verslanna og hann geti lesið verðið á vörunni, eða hitt að vöruverð sé misjafnt milli verslana en hann þarf að taka vöruna úr hillum og fara mað að skanna til að sjá verðið, stundum margar ferðir. Það er vissulega mikil töf fyrir neytendur og nánast útilokað að átta sig á hvað skal kaupa. Þá er þetta engin trygging fyrir því að verð sé lægra, eða trygging fyrir samráði milli verslanna og vinnslunnar. Leiða má líkum að því að auðveldara sé fyrir verslanir að hækka sína álagningu með þessu stórundarlega verklagi.
Það sem er þó merkilegt við umfjöllun þessa máls nú, er meðferð fréttastofu RUV. Nú er verið að fjalla um Síld og fisk og Matfugl, þar sem þeim fyrirtækjum tókst ekki að ná samkomulagi við Samkeppniseftirlitið. Í fréttum RUV um þetta mál voru að sjálfsögðu myndskeið. Ekkert einasta þeirra var þó af vörum eða framleiðslu þessara tveggja fyrirtækja, heldur voru einungis myndskeið af lambakjöti, ýmist innpökkuðu í verslun eða úr kjötvinnslunni, þar sem verið var að meðhöndla lanbakjötið.
Það skýtur skökku við að í frétt um lögbrot og sekt fyrirtækja í framleiðslu og meðhöndlun á grænmeti og kjúklingum, skuli einungis vera myndskeið af úrvinnslu og sölu á lambakjöti. Hvers vegna skyldi standa á því? Er fréttastofa RUV svona illa upplýst? Eða eimir enn af þeim áróðri sem fréttastofan, ásamt nokkrum eldheitum ESB sinnum, fóru gegn sauðfjárbændum í sumar og haust?
Samkeppniseftirlitið ætti að vera að hugsa um hag neytenda í sínum úrskurði. Varla verður séð að svo sé í þessu tilviki. Í það minnsta er niðurstaða málsins ekki neytendum í hag.
Hvernig væri að samkeppniseftirlitið tæki á meintu óverðsamráði olíufélaganna? Hvernig væri að skoða hvers vegna einungis nokkrir aurar, innan við 0,005% verðmunur er milli þeirra? Hvernig væri að samkeppniseftirlitið skoði hvers vegna líði aldrei lengra en örfáir klukkutímar frá því fyrsta félagið hefur hækkað verð á eldsneyti, þar til öll hafa fylgt á eftir?
Þetta væri vissulega verðugt verkefni fyrir samkeppniseftirlitið, til hagsbóta fyrir neytendur!!
80 milljóna sekt vegna verðsamráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sakna þess í birtum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu, að dagsetningar vantar um brotin, hvenær þau fóru fram og voru uppgötvuð. Þess vegna getum við ekki vitað, hvað stofnunin er skilvirk. Þetta er samt meginatriði, ef málið fer fyrir dómstóla, gæti jafnvel leitt til refsilækkunar eða sýknu.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 01:40
Tek undir þetta með skannana í verslunum. Þetta fyrirkomulag gerir manni mjög erfitt fyrir við matarinnkaup. Neytendur ættu að vera duglegir að kvarta til neytendasamtakanna svo leyfin fyrir þessum skönnum verði endurskoðuð. Verslanir fóru fram á að fá að hafa þessa skanna til prufu í einhvern tíma í stað þess að verðmerkja vörur sínar og þeir munu sennilega vera komnir til að vera ef við neytendur mótmælum ekki.
assa (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.