ESB lýðræðið hafði sigur
3.11.2011 | 19:24
ESB lýðræðið, sem að grunni til byggist á því að meina þegnum að kjósa, hafði sigur gegn Papanderou.
Eftir að hafa verið tekinn á teppið og hundskammaður af Merkel og Sharkozy, eftir að samráðherrar í hans eigin ríkisstjórn höfðu snúið við honum baki og eftir að embættismenn ESB höfðu farið hamförum í fjölmiðlum og hótað Grikkjum öllu illu, sá Papandreou þann kost vænstann að beita ESB lýðræðinu og draga til baka boðaða kosningu um "björgunarpakka ESB".
Grískir þegnar fengu ekki að kjósa um hvort þeir gengju í EB/ESB, þeir fengu ekki að kjósa um hvort þeir tækju upp evru. Þetta er svo sem ekkert einsdæmi, mörg önnur lönd hafa verið innlimuð inn í þetta samband án þess að þegnar þeirra væri spurðir álits og evran var tekin upp án þess að spyrja þegnana í flestum eða öllum þeim löndum sem þann gjaldmiðil nota.
En nú höfðu Grikkir tækifæri til að segja sitt álit, en sú sæla stóð stutt. Lýðræðið kviknaði augnablik í Grikklandi en var samstunsdis kveðið niður af ESB!
Vandi Grikkja er vissulega mikill, en "björgunarpakkinn" mun lítið laga þann vanda. Nú horfa Grikkir fram á að verða undir hæl Þjóðverja og Frakka um ókomna tíð. Þeir horfa upp á að verða ósjálfstæð þjóð um næstu framtíð og fátækt og atvinnuleysi verða helsta aðalsmerki Grikklands. Það er það gjald sem þeir verða að borga til að halda bankakerfi ESB landanna uppi!
En vandi Merkel, Sarkozy og embættismannaklíku ESB er fjarri því leystur. Þó loks sé búið að knésetja Papandreou eru fleiri óþekktarangar enn sem ekki fara að vilja ESB lýðræðisins, menn sem ekki vilja hlýta í einu og öllu boðum að ofan. Berlusconi ætlar að verða erfiður þeim Merkel og Sarkozy. Hann er ekki að standa sig í hlýðninni. Því er nú hafið hart stríð gegn honum, leynt og ljóst. Hann skal hlýða eða víkja!
Það er ekki undarlegt þó embættismannaklíka ESB vilji fá Ísland til að ráðslagast með. Þeir sjá þar forsætisráðherra sem ekki mun verða til vandræða. Sá forsætisráðherra veit ekkert fagurra í heiminum en ESB lýðræðið!!
Hvetur Papandreo til afsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona fellur nú í kramið hjá Samfylkingunni.
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 19:31
Gunnar. Lýðræðisleg kosning er auðvitað rétta leiðin hjá Grikkjum, og öðrum þjóðum heimsins, um stóru málin. Það er lýðurinn í heiminum, sem heldur heiminum gangandi, en ekki hátt launaðir bankaræningjarnir, og þeirra þjónar.
Ég bið alla góða vætti að hjálpa heimsbúum, ef þetta AGS-ESB-kúgunarbragð gegn Papandreo, fær að stjórna "nýjum og betri" heimi. Vandi Grikklands átti upptök sín í samstarfinu við ESB, eða alla vega var vanda Grikkja vel við haldið, með okurlána-þrýstingi, blekkingum og áróðurs-áhrifum frá ESB og AGS.
Mótsagnirnar hjá "lýðræðislega friðarbandalaginu" eru augljósar, og opinberandi sönnum um fals og tvískinnungshátt æðstu manna ESB-mafíunnar. Enda er heimsmafíustýrði AGS-ræningjasjóðurinn höfundur heimskreppunnar númer 3, og telur sig hafa töglin og hagldirnar á öllu sem viðgengs í veröldinni í dag.
Þeim AGS-ESB-"skátunum", bregður auðvitað mjög mikið, þegar þeir sjá, að ekki eru allir þjóðarleiðtogar tilbúnir að selja almenning sinnar þjóðar í þræla-ánauð nýtísku-pappírs-bankaræningjanna í AGS og ESB!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2011 kl. 20:42
Góð greining hjá þér Gunnar.
Nema mér finnst þú heldur ofmeta þetta ESB hyski með því að kalla þetta ESB "lýðræði". Ég veit að þetta er reyndar lúmskt háð hjá þér.
Þessi ósköp og óhroði í stjórnsýslu er ekkert annað en einræði Ráðstjórnarinnar í Brussel.
Ráðstjórnin gamla í Kreml með öll sín Æðstu ráð og Yfircommísararáð bliknar hreinlega gagnvart þessu ofríki hinnar sjálfútvöldu valda-elítu-klíku ESB Ráðstjórnarinnar.
Því að það hefur komið svo vel í ljós og þú veist það vel líka sjálfur að þessari ráðstjórn í Brussel er stjórnað af gírugri fjórmenningarklíku sem öllu ræður sem hún vill ráða.
Þessi Valdaklíka samanstendur af þeim Merkel og Sharkozy ("Merkozy") og svo þeim Mr Barrosso framkvæmdastjóra ESB og Von Roumpoy hinum handvalda svokallaða forseta ESB valdaklíkunnar.
Þessi einræðissveit Ráðstjórnarinnar í Brussel hefur nú úthrópað vesalings Papandreo sem hélt að hann væri ráðamaður í sínu eigin landi og sagt Grikkjum að hætta öllum AND-ESB sinnuðum áróðri og "að halda kjafti í anda Samevrópkra hagsmuna"
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.