Svartur blettur á samvisku Steingríms Jóhanns

Ef fullyrðingar Atla eiga við rök að styðjast, sem reyndar engin ástæða er til að ætla að geri ekki, er þetta svartur blettur á samvisku Steingríms Jóhanns.

Ef hann hefur gengið til kosninga með flokk sinn vorið 2009 og talið kjósendum trú um annað en hann ætlaði sér, er ekki lengur um að ræða eftirgjöf í samningum um myndun ríkisstjórnar. Þá er þetta orðið að hreinum og klárum svikum við kjósendur!

Steingrímur hefur á þessum stutta tíma sem hann hefur verið í stól fjármálaráðherra, sýnt að hann er ekki maður orða sinna. Því kemur þessi ásökun Atla ekki á óvart. Þó maður hafi í hjarta sínu einhvernveginn vitað að slíkt samkomulag hafi verið gert fyrir kosningar, hefur maður ekki leift sér að trúa því. Nú verður erfiðara að standa gegn þeirri löngun. Nú verður erfiðara fyrir Steingrím að vinna traust þjóðarinnar!

Steingrímur verður að koma með 100% rök gegn þessum ásökunum, ef hann vill að fólk trúi sér. Orð og upphrópanir duga ekki núna! 

Að öðrum kosti er hann ómerkingur, í fyllsta skilningi þess orðs!!


mbl.is Samið fyrirfram um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ætlaðir að segja "Enn einn Svartur blettur á samvisku Steingríms Jóhanns" er það ekki?

Björn (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 21:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Enn einn" passar vel fyrir framan, Björn. Þessi er þó sennilega sá svartasti.

Gunnar Heiðarsson, 29.10.2011 kl. 22:03

3 identicon

ja bara einn i viðbót við marga aðra  slæma ! Einhver ástæðan hefur verið fyrir  þvi að Atli og Lilja vildu ekki verasamferða! ?  Nú held eg að það se ljóst að Steingrimur hefur svikið allt sem hægt var að svikja ..Það kemur ekki eins á óvart með Jóhönnu ................Burt ..burt með þetta ljóta lið !! Nóg bágt höfum við þegar hlotið og skaðast af samverunni við þau ...........

Ransý (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 22:12

4 Smámynd: Sólbjörg

Við verðum svikin um kosningar en verðum beitt Barbabrellu, látin halda að við kjósum um aðild. Ef útkoman verður ekki "rétt" þá verður aðildinni troðið ofan í kokið á okkur.

Þetta er álíka og það yrði flogið með okkur öll til Síberíu, þegar þangað er komið er boðið upp á að kjósa um það hvort við viljum fara til Síberíu. Ef við segjum nei verður okkur bent á að það þýði ekkert að vera með þetta vesen við erum þegar komin till Síberíu. Það hafi bara verið hægt að bóka flug aðra leiðina og ekki einu sinni boðið upp á flug til baka. Það verður hlegið að okkur og skálað!

Reglunum var breytt eftir að Noregur sagði tvisvar nei!, það er til að slíkt endurtaki sig ekki aftur, klárt, annars hefði reglunum ekki verið breytt. Það er sótt um aðild er gengið í gegnum allar reglugerðar aðlaganir svo er samþykkt, búið og basta!

Þetta vita stjórnarflokkarnir en ljúga án þess að blikan og munu gera það áfram. Þangað til við almenningur "skrifum undir plagg" og krefjumst afsagnar ríkisstjórnarinnar.

Sólbjörg, 29.10.2011 kl. 22:39

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sólbjörg.. þessar reglur voru settar vegna þess að austur evrópa voru með ónýta stjórnsýslu og það þurfti að laga hana til svo þjóðirnar geta axlað ábyrð sem felst í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 00:45

6 Smámynd: Sólbjörg

Einmitt Sleggjan! Laga allt til fyrst- aðlögunin framkvæmd og aðildin samþykkt.

Það verður aldrei lagður fram neinn samningur til að skoða - eftir aðlögunina að regluverki ESB þá erum við samþykkt -búið. Þetta er bara one way ticket.

Kosningar eru svo skrípaleikur sem stjórnin mun hlægja að.

Munið að stjórnin lagði fram breytingatilögu að kosningarnar um ESB eiga eingöngu að vera leiðbeinandi.

ÞAÐ ER ÞEGAR VITAÐ OG LÖNGU ÁKVEÐIÐ AÐ KOSNINGUM UM AÐILD AÐ ESB VERÐUR HENT Í RUSLIÐ!

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 11:39

7 identicon

það er rangt að það sé svartur blettur á samvisku Steingríms J vegna þess að  Steingrímur J er gjörsamlega samviskulaus.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband