Staðfestir orð Vilhjálms
26.10.2011 | 20:06
Ekki verður betur lesið úr þessari frétt en að Hörður Arnarson staðfesti orð Vilhjálms Birgissonar.
Úrtölur og svartsýni, þar sem fyrirfram er gefið að hlutir gangi ekki upp eru megin orð Harðar. Hann talar um að Norðurál þurfi að fjármagna sig, þó talsmenn fyrirtækisins segi að öll fjármögnun sé í höfn.
Hann talar um langan tíma til að afla leifa fyrir virkjunum, þó ljóst sé að virkjun í neðri hluta Þjórsár geti hafist með tiltölulega stuttum fyrirvara.
Það verður ekki annað sagt en að málflutningur Harðar einkennist af viljaleysi til að koma framkvæmdum af stað. Það verður ekki annað skilið en að hann kæri sig ekki um að Norðurál klári verkefnið. Því er ekki annað hægt að segja en að hann staðfesti orð Vilhjálms Birgisonar.
Ekki gert á einni helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig stendur á því að fólk skilur ekki einfaldar staðreyndir. Hörður bendir á að það sé gríðarlega erfitt fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun að útvega lánsfé og án lánsfés verður engin virkjun byggð. Erlendar lánastofnanir töpuðu 7000 milljörðum á því að lána Íslendingum fé á þensluárunum og eru skiljanlega ekki sérlega áfjáðar að lána okkur fé nú. Þetta eru afleiðingar "íslensku leiðarinnar" sem ÓRG er svo stoltur af -- við greiðum ekki skuldir óreiðumanna, en þá verðum við að bíta í það súra epli að við fáum ekki krónu í lán.
Pétur (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.