Afrek Helga Hjörvar til niðurrifs hins nýja Íslands
25.10.2011 | 13:02
Það er vissulega rétt hjá Helga Hjörvar, að stjórnir stofnanna ríkissins hafa rétt til að biðjast lausnar, skárra væri nú!
Það er hins vegar tilefni þess að stjórn Bankasýslu Ríkissins (BR), segir af sér sem skiptir öllu máli í þessari umræðu. Ekki er að sjá að Helgi átti sig á því.
Stjórn BR segir af sér vegna pólitískra afskipta, það er háalvarlegt mál. Svo alvarlegt að trúverðugleiki BR sem óháð og ópólitísk stofnun hefur verið rofin. Ekki er að sjá að Helgi átti sig á því.
Stofnun BR var gagngert til að slíta hin pólitísku tengsl við fjármálakerfið, til þess gerð að auka trúverðugleik þess. Með afskiptum sínum af gerðum þesarar stofnunar hefur Helga tekist að rjúfa þann gjörning, honum hefur tekist að rjúfa þá uppbyggingu hins nýja Íslands sem allir kalla eftir. Ekki er að sjá að Helgi átti sig á því.
Það er spurning hvað það er sem Helgi áttar sig á, svona yfir leitt!
Þarf að endurreisa trúverðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sovét-Ísland er miklu verra en gömlu Sovétríkin. Ég held að Helgi Hjörvar ætti að fara varlega í að nota orðin traust og trúverðuleiki. Hann og hans fólk hafa ekki hundsvit (með fullri virðingu fyrir hundum) á því hvað þessi orð þýða.
Björn (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.